
Menntavísindi, doktorsnám
Villa í þjónustu - Villa í þjónustu gráða
Námið er þriggja til fjögurra ára fræðilegt rannsóknatengt framhaldsnám sem lýkur með prófgráðunni, doctorem, Ed.D. Doktorsritgerð er metin til 90–120 eininga. Gera má kröfu um að nemandi í doktorsnámi taki að auki allt að 60-90 eininga í formi námskeiða. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að nemandinn stundi hluta námsins við erlendan háskóla.

Um námið
Doktorsnám í menntunarfræði byggir á eftirtöldum þáttum:
- Námskeiðum í aðferðafræði og öðrum námskeiðum til dýpkunar sérsviðum nemans (60-90 e).
- Námsdvöl við erlendan háskóla (a.m.k. ein önn).
- Doktorsverkefni (90–120 e).
Inntökuskilyrði er meistaragráða eða æðri prófgráða með fyrstu einkunn eða sambærilegum árangri. Inntaka er háð mati á hæfni nemandans til að stunda doktorsnám og möguleikum skólans á að veita faglega leiðsögn á sérsviði nemandans.
Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð - Enni
Opið frá kl. 8.15 -15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is
Verkefnastjóri doktorsnáms: Steingerður Ólafsdóttir (steingeo@hi.is)
