
Menntavísindi
180-240 einingar - Ph.D.-gráða
. . .
Námið er þriggja til fjögurra ára fræðilegt rannsóknatengt framhaldsnám sem lýkur með prófgráðunni, philosophiae doctor, Ph.D. Doktorsritgerð er metin til 180 eininga. Gera má kröfu um að nemandi í doktorsnámi taki að auki allt að 60 eininga bóknámshluta. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að nemandinn stundi hluta námsins við erlendan háskóla.
Námið
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Um námið
Doktorsnám í menntavísindum byggir á eftirtöldum þáttum:
- Námskeiðum í aðferðafræði og öðrum námskeiðum til dýpkunar sérsviðum nemans (30-60 e).
- Námsdvöl við erlendan háskóla (a.m.k. ein önn).
- Doktorsverkefni (120–180 e).
Sjá nánari útfærslu undir skipulag námsins.
Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð - Enni
Opið frá kl. 8.15 -15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid@hi.is
Umsjónarmaður doktorsnáms: Atli V. Harðarson (atlivh@hi.is)
Verkefnastjóri doktorsnáms: Sólrún B. Kristinsdóttir (solrunb@hi.is)
