Vettvangsnám | Háskóli Íslands Skip to main content

Vettvangsnám

Vettvangsnám er afar góð leið til þess að kynnast atvinnulífinu og sjá tengingu námsins við mögulegan starfsvettvang. Enn fremur er vettvangsnám vænlegt til þess að þróa tengslanet og stuðla þannig að því að nemendur fái starf við hæfi að námi loknu.

Vettvangsnám er sá hluti kennaranáms sem fram fer á starfsvettvangi viðkomandi skólastigs. Allar námsleiðir í kennaranámi hafa tengsl við starfsvettvang, þ.e. í leik-, grunn- eða framhaldsskóla. Vettvangsnám er einingabær hluti námskeiða um uppeldis- og kennslufræði og námskeiða innan sérsviðs hvers kennaranema.

Tvær einingar jafngilda 30 klukkustundum á vettvangi ásamt undirbúningi og úrvinnslu, eða sem svarar til u.þ.b. einnar viku vinnu.

„Vettvangsnámið er það albesta við námið og það er ólýsanlega gaman að fá að prófa sig áfram í kennslunni.“ — Hjörvar Gunnarsson, nemi í grunnskólakennarafræði

Tengt efni