Vettvangsnám er afar góð leið til þess að kynnast atvinnulífinu og sjá tengingu námsins við mögulegan starfsvettvang. Enn fremur er vettvangsnám vænlegt til þess að þróa tengslanet og stuðla þannig að því að nemendur fái starf við hæfi að námi loknu. Vettvangsnám er sá hluti kennaranáms sem fram fer á starfsvettvangi viðkomandi skólastigs. Allar námsleiðir í kennaranámi hafa tengsl við starfsvettvang, þ.e. í leik-, grunn- eða framhaldsskóla. Vettvangsnám er einingabær hluti námskeiða um uppeldis- og kennslufræði og námskeiða innan sérsviðs hvers kennaranema. Tvær einingar jafngilda 30 klukkustundum á vettvangi ásamt undirbúningi og úrvinnslu, eða sem svarar til u.þ.b. einnar viku vinnu. „Vettvangsnámið er það albesta við námið og það er ólýsanlega gaman að fá að prófa sig áfram í kennslunni.“ — Hjörvar Gunnarsson, nemi í grunnskólakennarafræði Heimaskóli Allir kennaranemar fá heimaskóla og þar fer vettvangsnám þeirra að mestu leyti fram. Um er að ræða fjölbreytta verkefnavinnu, athuganir og rannsóknir auk æfingakennslu. Verkefna- og vettvangsvikur Í leik- og grunnskólakennaranámi er ein verkefna- og vettvangsvika á haustmisseri og á vormisseri eru þær þrjár. Vettvangsnám fer að mestu leyti fram í verkefna- og vettvangsvikum, en heimilt er að skipuleggja það eins og best þykir henta hverju námskeiði og er það gert í samráði við kennara á Menntavísindasviði, kennara í viðkomandi heimaskólum og kennaranemana sjálfa. Mikilvægar dagsetningar - Deild faggreinakennslu Mikilvægar dagsetningar - Deild kennslu- og menntunarfræði Handbækur Vettvangsnám í leikskóla Vettvangsnám í grunnskóla Tengt efni emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.