Skip to main content

Frábær aðstaða

Fræðilegur hluti náms í íþrótta- og heilsufræði fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs í Stakkahlíð og verkleg kennsla í frábærri aðstöðu í mannvirkjum ÍTR í Laugardalnum. Bæði inni- og útiaðstaða er með því allra besta á landsvísu. Öll helstu mannvirki Laugardalsins eru til afnota fyrir nemendur í íþrótta- og heilsufræði, m.a. útivistarsvæði, íþróttahús og vellir í grennd. 

Nemendur fá enn fremur aðgang að heilsuræktarstöðvum World Class og stunda þar hluta verklega námsins sér að kostnaðarlausu.

Í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð hefur skapast notalegt samfélag nemenda og eru mikil samskipti þeirra á milli þvert á fræðigreinar. Góð vinnu- og lesaðstaða er í húsinu auk bókasafns, bóksölu og matsölu.