Um námið | Háskóli Íslands Skip to main content

Um námið

Netspjall

Alþjóðlegt nám í menntunarfræði opnar nýjar leiðir fyrir nemendur sem hafa áhuga á alþjóðlegri sýn á viðfangsefni uppeldis- og menntunarfræði eða hafa áhuga á að vinna með vaxandi hópi innflytjendabarna og tvítyngdra barna á Íslandi. Einnig er það góður undirbúningur fyrir störf á sviði menntunar í alþjóðlegu samhengi, svo sem í alþjóðlegum skólum á Íslandi eða margs konar alþjóðlegum vettvangi menntunar í öðrum löndum.

Með alþjóðlegu námi í menntunarfræði vill Háskóli Íslands bregðast við þróun fjölmenningarsamfélags hér á landi og fjalla um þau fjölmörgu viðfangsefni sem tengjast fólksflutningum og hnattvæðingu.

Meginmarkmið námsins er að stúdentar fái innsýn í líf og störf í ólíkum samfélögum, kynnist ólíkri menningu og trúarbrögðum, öðlist víðtæka alþjóðlega eða fjölmenningarlega sýn í menntunarfræði og á störf kennara í leik-, grunnskólum og víðar og hafa tileinkað sér þekkingu á sviði lýðræðis og mannréttinda.

Val er um tvær áherslur eða sérsvið í náminu:

  • Tungumálakennsla
  • Menntun í alþjóðlegu samhengi

Nemendur sem taka tungumálakennslu velja námskeið í tilteknu tungumáli sem svarar 60e. Þeir þurfa að auki að taka sem svarar 24e í vettvangsnámi, þar af 14e sem hluta af tungumálakennslu. Hægt er að sérhæfa sig í ólíkum tungumálum.

Nemendur geta jafnframt sérhæft sig á tilteknu sviði innan menntunar í alþjóðlegu samhengi. Námið er hægt að stunda við Háskóla Íslands, aðra háskóla á Íslandi eða erlendis.

Hafi nemandi lokið öðru námi á bakkalárstigi, að hluta eða í heild, áður en hann hefur nám í alþjóðlegu námi í menntunarfræði við Menntavísinda­svið, getur hann sótt um að fá það nám metið sem 60e sérhæfingu og 20e val.

Fyrirkomulag kennslu

Öll kennsla fer fram á ensku enda er samsetning námsins og skipulag allt miðað við nemendahóp sem hefur ólíkan bakgrunn. Vettvangsnám er mikilvægur þáttur í náminu og nemendur kynnast margvíslegum starfsvettvangi.

Aðgangur að frekara námi

Að loknu grunnnámi geta nemendur haldið áfram á sömu braut og tekið frekara nám á meistarastigi í uppeldis- og menntunarfræði eða alþjóðlegu námi í menntunarfræði. Auk þess fara margir í frekara nám í greinum eins og náms- og starfsráðgjöf, blaða- og fréttamennsku, opinberri stjórnsýslu, fötlunarfræði, kynjafræði, alþjóðasamskiptum og kennslufræði. BA-námið veitir ekki kennsluréttindi.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.