Í Menntasmiðju er veitt þjónusta við tölvunet sviðsins, umsjón með tölvustofum og smærri tækjum sem lánuð eru tímabundið. Þar er einnig þjónusta vegna námsumsjónarkerfa. Tæknimenn í Menntasmiðju svara fyrirspurnum stúdenta og starfsfólks í síma, tölvupósti og augliti til auglitis. Leiðbeiningar um tengingu fartölvu við þráðlaust net er að finna á vef Upplýsingatæknisviðs og bendum við notendum á að skoða þær vel. Á vef Menntasmiðju má finna gagnlegar upplýsingar og kennslumyndskeið um náms- og kennslukerfið Moodle, upptökuforritið Panopto, fjarfundakerfin Teams og Zoom og Office-samskiptaforritið. Hvar erum við? Tölvuþjónustan er staðsett í Menntasmiðju á 1. hæð í Hamri. Opið kl. 08.00 – 16.00 alla virka daga. Tækniþjónusta er veitt árið um kring nema í júlí.Sími: 525-5944. Netfang: mennta-smidja[hja]hi.is Ugla ― innri vefur Þegar nemandi hefur sótt um nám við Háskóla Íslands og greitt skrásetningargjald fær viðkomandi aðgang að Uglu ― innri vef Háskólans. Ugla er mikilvægur upplýsingavettvangur og öflugt verkfæri starfsfólks, nemenda og kennara. Þar er safn af kerfum og tólum sem notendur Háskólans nýta sér við nám, kennslu og stjórnsýslu. Uglan er aðgangsstýrð, þannig er hver og einn notandi með sýna eigin Uglu og hafa þeir aðgang að mismunandi síðum Uglunnar. Ákveðnir hlutar Uglu eru opnir eins og t.d. kennsluskrá. Það sem nemendur finna m.a. í Uglu: Stundaskrá Námskeið Próf Skrár Lokaverkefni Hópastarf Sjá nánar HÉR. Moodle Aðgangsorð eru hin sömu og á vefpóst og á Uglu ― innri vef Háskólans. Upplýsingatæknisvið Upplýsingatæknisvið annast alla kerfisþjónustu við stúdenta og hefur útibú á Þjónustuborði Háskóla Íslands á Háskólatorgi. Starfsfólk Menntasmiðju Nafn: Staða: Netfang: Sími: Áslaug Björk Eggertsdóttir Verkefnisstjóri aslaugbj@hi.is 525 5941 Eiríkur Sigurbjörnsson Tæknimaður hjá Upplýsingatæknisviði eisi@hi.is 525 5944 Halldór Magnússon Tæknimaður hjá Upplýsingatæknisviði dori@hi.is 525 4101 Gústav K. Gústavsson Umsjón með upptökum og margmiðlun gustav@hi.is 525 5935 Tengt efni Vefur Menntasmiðju emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.