Tölvuþjónusta | Háskóli Íslands Skip to main content

Tölvuþjónusta

Í Menntasmiðju er veitt þjónusta við tölvunet sviðsins, umsjón með tölvustofum og smærri tækjum sem lánuð eru tímabundið. Þar er einnig þjónusta vegna námsumsjónarkerfa. Tæknimenn í Menntasmiðju svara fyrirspurnum stúdenta og starfsfólks í síma, tölvupósti og augliti til auglitis. Leiðbeiningar um tengingu fartölvu við þráðlaust net er að finna á vef Upplýsingatæknisviðs og bendum við notendum á að skoða þær vel.

Á vef Menntasmiðju má finna gagnlegar upplýsingar og kennslumyndskeið um náms- og kennslukerfið Moodle, upptökuforritið Panopto, fjarfundakerfin Teams og Zoom og Office-samskiptaforritið

Hvar erum við?

Tölvuþjónustan er staðsett í Menntasmiðju á 1. hæð í Hamri.

Opið kl. 08.00 – 16.00 alla virka daga. Tækniþjónusta er veitt árið um kring nema í júlí.
Sími: 525-5944. Netfang: mennta-smidja[hja]hi.is

Tengt efni