Sérkennsla | Háskóli Íslands Skip to main content

Sérkennsla

Mál og læsi, menntun án aðgreiningar og sérkennsla

Á námsleiðinni máls og læsi er fjallað árangursríkar aðferðir við þjálfun og kennslu máls og læsis í grunn- og leikskóla. Til umfjöllunar eru m.a. málþroski, þróun lestrar, lesskilningur, tvítyngi og íslenska sem annað mál. Einnig er lögð áhersla á snemmtæka íhlutun og sértæk inngrip í málog lestrarvanda, einstaklingsmiðaðar áherslur, sérkennslu, stuðning og ráðgjöf.

Umsóknarfrestur í grunnnám er 5. júní og 15. apríl í framhaldsnám. Frestur til að sækja um í viðbótardiplómur er til 5. júní. Sótt er um nám á hi.is.

Menntun án aðgreiningar er meistaranám sem er ætlað kennurum í leik- og grunnskóla sem vilja styrkja sig sem fagmenn í skóla án aðgreiningar í fjölmenningarsamfélagi. Með sérhæfingunni er komið til móts við brýna þörf fyrir framhaldsmenntun kennara sem starfa í breyttu umhverfi í skólum.

Meistaranám í sérkennslufræði miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og skilning á hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar og skipulagi, framkvæmd og mati á sérkennslu í almennum skólum, sérskólum og sérdeildum í leik-, grunnog framhaldsskólum. Hægt er að ljúka tveggja ára námi til M.Ed.-prófs, eða eins árs námi til viðbótardiplómu á meistarastigi á þessum námsleiðum.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.