Sérkennsla | Háskóli Íslands Skip to main content

Sérkennsla

Mál og læsi, menntun án aðgreiningar og sérkennsla

Á námsleiðinni máls og læsi er fjallað árangursríkar aðferðir við þjálfun og kennslu máls og læsis í grunn- og leikskóla. Til umfjöllunar eru m.a. málþroski, þróun lestrar, lesskilningur, tvítyngi og íslenska sem annað mál. Einnig er lögð áhersla á snemmtæka íhlutun og sértæk inngrip í málog lestrarvanda, einstaklingsmiðaðar áherslur, sérkennslu, stuðning og ráðgjöf.

Umsóknarfrestur í grunnnám er 5. júní og 15. apríl í framhaldsnám. Frestur til að sækja um í viðbótardiplómur er til 5. júní. Sótt er um nám á hi.is.

Menntun án aðgreiningar er meistaranám sem er ætlað kennurum í leik- og grunnskóla sem vilja styrkja sig sem fagmenn í skóla án aðgreiningar í fjölmenningarsamfélagi. Með sérhæfingunni er komið til móts við brýna þörf fyrir framhaldsmenntun kennara sem starfa í breyttu umhverfi í skólum.

Meistaranám í sérkennslufræði miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og skilning á hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar og skipulagi, framkvæmd og mati á sérkennslu í almennum skólum, sérskólum og sérdeildum í leik-, grunnog framhaldsskólum. Hægt er að ljúka tveggja ára námi til M.Ed.-prófs, eða eins árs námi til viðbótardiplómu á meistarastigi á þessum námsleiðum.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Ef þú vilt fá svar frá okkur.
Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.
Skrár verða að vera minni en 2 MB.
Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png.
CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.