Leyfisbréf | Háskóli Íslands Skip to main content

Leyfisbréf

Lög um menntun og ráðningu, kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008 öðluðust gildi 1. júlí 2008. Samkvæmt þeim þurfa þeir sem innrituðust í kennaranám haustið 2009 eða síðar að ljúka meistaraprófi til að geta fengið útgefið leyfisbréf kennara.

1. Með ‚faggrein‘ er átt við skilgreinda kennslugrein eða námssvið skv. aðalnámskrá fyrir viðkomandi skólastig.

2. Til þess að fá leyfisbréf í framhaldsskóla þarf 180 e í faggrein.

3. Leyfisbréf í leikskóla getur veitt heimild til að kenna í yngstu bekkjum grunnskóla.

4. Leyfisbréf í grunnskóla getur veitt heimild til að kenna í leikskóla.

5. Leyfisbréf í grunnskóla getur veitt heimild til að kenna kennslugrein í byrjunaráföngum framhaldsskóla.

6. Leyfisbréf í framhaldsskóla veitir einnig heimild til að kenna kennslugrein á unglingastigi grunnskóla.

7. Leyfisbréf í leik- og grunnskóla eru afgreidd á Menntavísindasviði við brautskráningu. Sótt er um leyfisbréf í framhaldsskóla til Menntamálastofnunar. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.