Framhaldsnám við Menntavísindasvið | Háskóli Íslands Skip to main content

Framhaldsnám við Menntavísindasvið

Kynntu þér fjölbreytt og krefjandi framhaldsnám við Menntavísindasvið. Boðið er upp á hátt í fjörutíu ólíkar leiðir í framhaldsnámi í fjórum deildum.

Hvað er framhaldsnám?

Meistara- og doktorsnám kallast einu orði framhaldsnám. Meistaranám er önnur háskólagráða og henni lýkur með MA-, MS- eða M.Ed.-gráðu. Námið tekur að jafnaði tvö ár. Enn fremur er boðið upp á á ýmsar styttri námsleiðir á framhaldsstigi, t.d. diplómanám, hagnýtt nám og nám til starfsréttinda. Flestar viðbótardiplómur á framhaldsstigi fást metnar sem hluti af meistaranámi við Menntavísindasvið kjósi nemendi að halda áfram námi til meistaragráðu. Doktorsnám er rannsóknatengt nám sem tekur að jafnaði þrjú til sex ár og lýkur með Ph.D.-gráðu.

Rannsóknatengt nám

Háskóli Íslands er rannsóknaháskóli. Allt doktorsnám og mikill hluti meistaranáms byggist á rannsóknum. Nemendur njóta handleiðslu fremstu vísindamanna þjóðarinnar í rannsóknum sínum og skapa í samstarfi við þá nýja þekkingu.

Inntökuskilyrði

Við inntöku í meistaranám við Menntavísindasvið gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu með fyrstu einkunn. Meistaragráða veitir rétt til að sækja um doktorsnám hafi nemi lokið lokaverkefni til 30 eininga. Náminu er ætlað að veita nemendum þekkingu, hæfni og þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum til að stunda vísindalegar rannsóknir og gegna hagnýtum störfum á innlendum sem og erlendum vettvangi. 

Hvað kostar námið?

Engin skólagjöld eru í Háskóla Íslands en árlegt skrásetningargjald er 75.000 kr. (55.000 kr. ef sótt er um innritun á vormisseri). 

Sækja um nám

Umsóknarfrestur í framhaldsnám er 15. apríl ár hvert. Frestur til að sækja um í viðbótardiplómur er til 5. júní.Viltu vita meira?

Starfsfólk á kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs veitir allar nánari upplýsingar um námið.

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð - Enni
Opið frá kl. 8.15 -15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid@hi.is

Fylgdu okkur á Facebook og Instagram!

Teng efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.