Byggjum brýr og eflum læsi frá leikskóla til unglingsára | Háskóli Íslands Skip to main content

Byggjum brýr og eflum læsi frá leikskóla til unglingsára

English below

Rannsóknarstofa um þroska mál og læsi heldur ráðstefnu þann 16. ágúst. Ráðstefnan er haldin til heiðurs dr. Hrafnhildi Ragnarsdóttur sem á þessu ári lýkur farsælu 42 ára starfi við kennslu og fræðimennsku, fyrst sem prófessor við Kennaraháskóla Íslands og síðar við Menntavísindasvið HÍ.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru rannsakendur á heimsvísu frá Bandaríkjunum, Noregi og Svíþjóð sem allir eru í framvarðarsveit í mál- og læsisrannsóknum. Einstakur viðburður sem fræðimenn og kennarar á öllum skólastigum ættu ekki láta framhjá sér fara.

Ráðstefnugjald er 12.000 kr.
Skráning fer fram á tix.is

Catherine Snow

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Catherine Snow, prófessor við Harvard Graduate School of Education. Óhætt er að fullyrða að Catherine sé meðal virtustu fræðimanna heims á sviði málþroska og læsis. Hún hefur stýrt tímamótarannsóknum á málþroska, læsi og lesskilningi barna og ungmenna sem orðið hafa leiðarljós í stefnumótun á öllum skólastigum í Bandaríkjunum og verið ráðgefandi í sambærilegum rannsóknum um víða veröld.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.