Menntastjórnun og matsfræði - viðbótardiplóma | Háskóli Íslands Skip to main content

Menntastjórnun og matsfræði - viðbótardiplóma

Menntastjórnun og matsfræði

Viðbótardiplóma

. . .

Viðbótarnám til 60 eininga á meistarastigi. Námið er hugsað fyrir þá sem vilja sérhæfa sig og bæta við sig þekkingu í stjórnun menntastofnana eða starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf. 

Um námið

Megintilgangur náms á námsbrautinni menntastjórnun og matsfræði er að þátttakendur öðlist þekkingu á stjórnun skóla, mati á skólastarfi og hlutverki leiðtoga í skóla.

Nemendur geta skipulagt nám sitt á hverri námsleið sem fullt nám til tveggja ára eða sem hlutanám er dreifist á fleiri ár. Námskeið eru ýmist kennd í staðnámi með reglubundinni tímasókn eða sem blandað nám, þ.e. fjarnám með staðbundnum lotum. Í mörgum námskeiðum geta nemendur valið hvort þeir skrást í staðnám eða blandað nám. Upplýsingar um kennslufyrirkomulag eru tilgreindar fyrir hvert námskeið fyrir sig.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Við inntöku á þessa námsleið gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið bakkalár- eða meistaraprófi, með fyrstu einkunn (7,25). Auk þess er gerð krafa um leyfisbréf til kennslu og minnst tveggja ára starfsreynslu að loknu kennsluréttindanámi. Afrit af leyfisbréfi skal fylgja með umsókn.

Með umsókn skal skila starfsvottorði sem senda á beint frá vinnuveitanda á netfangið umsokn@hi.is  

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid[hja]hi.is

Fyrirspurnum um nám í deildinni skal beina til Bryndísar Garðarsdóttur deildarstjóra.

Netfang: bryngar[hja]hi.is, sími: 525 5342