Skip to main content

Menningarmiðlun

""

Menningarmiðlun

MA gráða

. . .

Menningarmiðlun er 120 eininga MA-nám sem byggist á þverfaglegu samstarfi með það að markmiði að tengja saman íslenska sögu og menningu og opna nemendum nýjar leiðir í miðlun rannsókna sinna og þekkingar. Áhersla er lögð á að nemendur ljúki miðlunarverkefnum, tileinki sér fjölþætta framsetningu efnis og öðlist reynslu sem geri þeim fært að vinna sjálfstætt á sviði miðlunar.

Um námið

Námið er einkum ætlað nemendum sem hafa lokið grunnnámi í hugvísindum, félagsvísindum eða listgreinum. Einstök námskeið eru einnig opin nemendum í öðru framhaldsnámi í hugvísindum eða á öðrum fræðasviðum.

Námið byggist á þverfaglegri nálgun og er markmiðið að nemendur öðlist reynslu sem geri þeim fært að starfa á ólíkum sviðum menningarmiðlunar, bæði sjálfstætt og í samstarfi við aðra. 

""

Megin áherslur

Í náminu eiga nemendur að öðlast þekkingu á undirstöðuatriðum, kenningum og hugtökum sem tengjast miðlun og menningu og geta fjallað um þau á gagnrýninn hátt.

Einnig eiga þeir að öðlast góðan skilning á því hvað er vönduð og viðurkennd miðlun menningar og geta rökstutt mat sitt.

Jafnframt eiga þeir að öðlast færni í að fjalla um mismunandi framsetningu menningarefnis og ólíkt inntak þess eftir miðlunarleiðum og markhópum.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Til að hljóta inngöngu í námið þurfa umsækjendur að hafa lokið BA-, BS- eða B.Ed.-prófi með fyrstu einkunn frá Háskóla Íslands eða sambærilegu prófi frá öðrum skóla, innlendum eða erlendum. Þá skal umsækjandi hafa unnið minnst 10 eininga lokaverkefni í grunnnámi og hlotið fyrstu einkunn.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að loknu námi

Nemendur eru búnir undir að vinna sjálfstætt og skipulega að fjölbreyttum miðlunarverkefnum og að veita nýja sýn á viðfangsefni menningar. Þeir eiga að hafa færni í að miðla efni á fjölbreyttan hátt samhliða því að sérhæfa sig og geta nýtt sér viðeigandi rannsóknaraðferðir, fræðikenningar og miðlunarleiðir.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Nýsköpun og stefnumótun menningarmála
  • Menningartengd ferðaþjónusta
  • Sýningagerð
  • Menningarblaðamennska
  • Auglýsingar- og almannatengsl
  • Menningarstofnanir
  • Félagasamtök
  • Kennsla

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.