Skip to main content

Menningarfræði

Menningarfræði

MA gráða

. . .

Menningarfræði fjallar um og greinir samtímasamfélag með því að rýna í þá þætti sem almennt má fella undir menningarhugtakið. Þannig nýtir hún sér kenningaforða hug- og félagsvísinda sem orðið hefur til á undanförnum áratugum, en mótar um leið gagnrýna afstöðu til viðtekinna viðhorfa hins vestræna menningararfs.

Um námið

Í menningarfræði kanna nemendur birtingarmyndir menningar og greina þær á fræðilegan hátt, án þess að binda sig um of við afmörkuð fræðasvið. Nemendur velja sér viðfangsefni og sjónarhorn og leitast um leið við að draga fram þau tengsl sem eru á milli ýmissa þátta nútímalífs.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Nemendur þurfa að hafa lokið BA‒prófi (eða samsvarandi prófi) með fyrstu einkunn. Námið er sérstaklega ætlað nemendum með traustan bakgrunn á sviði hug- eða félagsvísinda sem hyggjast annaðhvort búa sig undir rannsóknir á doktorsstigi eða efla fræðilega þekkingu sína og kunnáttu til að geta betur tekist á við krefjandi störf í samfélaginu.

Nemendur með grunngráðu í raunvísindum, heilbrigðisvísindum eða menntavísindum fá tækifæri til að styrkja þekkingu sína á kenningum og aðferðum hugvísinda með því að taka námskeið á BA stigi við deildina áður en nám er hafið á MA stigi eða samhliða því.

Getum við aðstoðað?

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.

Netspjall