Skip to main content

Matvælafræði

Matvælafræði

120 einingar - MS gráða

. . .

Fjölbreytt námskeið og spennandi rannsóknarverkefni sem unnið er með kennurum og innlendum og erlendum sérfræðingum. Dæmi um rannsóknaráherslur eru vinnsla, verkfræði, gæði, öryggi, nýsköpun og lífefni.

Um námið

MS-nám í matvælafræði er hagnýtt tveggja ára nám þar sem námskeið eru kennd í lotum og unnið í rannsóknarverkefni þess á milli. Námið er samvinnuverkefni Háskólans og Matís.

Námið er fyrir þá sem hafa lokið BS-námi í raunvísinda-, verkfræði- og tæknifræðigreinum og hafa áhuga á að gegna leiðandi hlutverki í matvæla- og líftækniiðnaði við stjórnun, nýsköpun eða rannsóknir.

Nánar

Af hverju matvælafræði?

 • Viltu taka þátt í þróun og framleiðslu á heilsuvörum?
 • Viltu læra um örverur sem notaðar eru til bjórgerðar?
 • Viltu kynnast verkfræðinni að baki matvælaframleiðslu?
 • Viltu vita hvaða áhrif matur og næringarefni hafa á líkamann?
 • Viltu þekkja efnasamsetningu matar, t.d. af hverju matur myglar?
 • Viltu eiga möguleika á góðu starfi að námi loknu?

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BS-próf á sviði raunvísinda frá Háskóla Íslands með aðaleinkunnin 6,5 eða hærra eða sambærilegt próf frá öðrum skólum. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið sem verður að ljúka áður en hægt er að hefja MS-nám.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Páll Arnar Hauksson
Telma Björg Kristinsdóttir
Hildur Inga Sveinsdóttir
Snorri Karl Birgisson
Páll Arnar Hauksson
BS og MS í matvælafræði

Ég valdi matvælafræði vegna þess að ég vildi öðlast yfirgripsmikla þekkingu á matvælum, efnasamsetningu þeirra og vinnsluaðferðum. Ég hef sérstakan áhuga á vöruþróun og rannsóknum og sé fram á að starfa á þeim vettvangi að námi loknu.

Telma Björg Kristinsdóttir
MS í matvælafræði

Nám í matvælafræði er krefjandi og fjölbreytt og gefur raunhæfa mynd af verkefnum í atvinnulífinu. Gerð ársreikninga, þróun nýrrar vöru frá grunni til lokaafurðar í samvinnu við matvælaframleiðanda, uppsetning gæðahandbókar og þjálfun í vinnubrögðun á rannsóknastofu er meðal þess sem námið býður upp á. Námið er góður stökkpallur fyrir tilvonandi gæðastjóra, framleiðslustjóra og skapandi frumkvöðla sem vilja lifa og hrærast í heimi matvæla í framtíðinni. 

Hildur Inga Sveinsdóttir
BS, MS og PhD í matvælafræði

Ég valdi matvælafræði af því að ég hef mikinn áhuga ýmsu tengdu matvælaiðnaði þá sérstaklega gæðum og öryggi matvæla. Einnig hef ég alltaf haft gaman af raungreinum og því heillaði kennsluskráin sérstaklega en þar er nokkuð mikil áhersla á efnafræði. Í framhaldi af þeirri miklu vitundarvakningu sem hefur orðið í samfélaginu er varðar mataræði og matvæli almennt tel ég atvinnumöguleika matvælafræðinga að námi loknu vera mjög góða.

Snorri Karl Birgisson
BS og MS í matvælafræði

Ég valdi matvælafræði vegna þess að ég hafði unnið nokkur störf sem tengjast sjávarútvegi og þá vaknaði áhugi á að vita hvernig þetta allt virkaði. Með matvælafræðináminu sá ég möguleika á að öðlast meiri þekkingu á nýsköpun, stjórnun og gæðaeftirliti. Það vantar líka alltaf matvælafræðinga á vinnumarkaðinn.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Matvælafræðingar starfa við flest framleiðslufyrirtæki landsins og koma m.a. að vöruþróun, nýsköpun, framleiðslu, gæðaeftirliti og fleiri þáttum sem tryggja að neytendur fái í hendur holl og góð matvæli, bæði á innlendum og erlendum markaði. Þeir starfa einnig á rannsókna- og eftirlitsstofnunum, á heilbrigðisstofnunum, menntastofnunum og hjá lyfjafyrirtækjum.

Að loknu MS-námi er hægt að sækja um doktorsnám í matvælafræði.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

 • Vöruþróun
 • Eftirlitsstörf
 • Stjórnun og ráðgjöf
 • Rannsóknir
 • Þróunarhjálp
 • Markaðsmál
 • Kennsla

Félagslíf

Hnallþóra er félag matvæla- og næringarfræðinema við Háskóla Íslands. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna nemenda og efla samstöðu meðal þeirra.

Hnallþóra heldur uppi öflugu félagslífi, þar á meðal árshátíð og reglulegum vísindaferðum og heimsóknum til fyrirtækja og stofnana sem tengjast náminu.

Facebook síða Hnallþóru

Hafðu samband

Skrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildar
Aragata 14
102 Reykjavík
Sími: 525 4867
mn@hi.is

Opnunartímar:
Mánudaga = lokað
Þriðjudaga – fimmtudags = opið 9 – 15
Föstudagar = opið 9 -12