
Matvælafræði
120 einingar - MS gráða
Fjölbreytt námskeið og spennandi rannsóknarverkefni sem unnið er með kennurum og innlendum og erlendum sérfræðingum. Dæmi um rannsóknaráherslur eru vinnsla, verkfræði, gæði, öryggi, nýsköpun og lífefni.

Um námið
MS-nám í matvælafræði er hagnýtt tveggja ára nám þar sem námskeið eru kennd í lotum og unnið í rannsóknarverkefni þess á milli. Námið er samvinnuverkefni Háskólans og Matís.
Námið er fyrir þá sem hafa lokið BS-námi í raunvísinda-, verkfræði- og tæknifræðigreinum og hafa áhuga á að gegna leiðandi hlutverki í matvæla- og líftækniiðnaði við stjórnun, nýsköpun eða rannsóknir.

Af hverju matvælafræði?
- Viltu taka þátt í þróun og framleiðslu á heilsuvörum?
- Viltu læra um örverur sem notaðar eru til bjórgerðar?
- Viltu kynnast verkfræðinni að baki matvælaframleiðslu?
- Viltu vita hvaða áhrif matur og næringarefni hafa á líkamann?
- Viltu þekkja efnasamsetningu matar, t.d. af hverju matur myglar?
- Viltu eiga möguleika á góðu starfi að námi loknu?
BS-próf á sviði raunvísinda frá Háskóla Íslands með aðaleinkunnin 6,5 eða hærra eða sambærilegt próf frá öðrum skólum. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið sem verður að ljúka áður en hægt er að hefja MS-nám.