Um námið | Háskóli Íslands Skip to main content

Um námið

MS nám í matvælafræði er 120 einingar. Námið er skipulagt sem tveggja ára nám þar sem námskeið verða kennd í lotum á haust- og vormisserum en rannsóknaverkefni eru unnin þess á milli. Námið samanstendur að öllu jöfnu af 60 einingum í námskeiðum sem ná yfir öll helstu svið matvælafræðinnar og 60 eininga rannsóknaverkefni sem eru unnin undir handleiðslu og í samstarfi við kennara og samstarfsfólk innanlands og utan, miðað er við að þessi leið sé fyrir nemendur sem hafa ekki lokið BS námi í matvælafræði. Einnig er boðið upp á stærri rannsóknaverkefni (90 einingar) með færri einingum í námskeiðum (30 einingar), miðað er við að nemendur hafi lokið BS námi í matvælafræði. Um er að ræða hagnýtt, alþjóðlegt nám sem kennt er á ensku.  Námið er einkum skipulagt fyrir nemendur sem hafa BS próf í öðrum greinum en matvælafræði eins og næringarfræði, líffræði, efnafræði, lífefnafræði, læknisfræði ásamt verkfræði- og tæknifræðigreinum.

Námið er samvinnuverkefni Matvæla og næringarfræðideildar Háskóla Íslands og Matís ohf., sem er opinbert fyrirtæki í rannsóknum og þróun matvæla, en nokkrir kennarar deildarinnar starfa einnig hjá Matís ohf. Kennarar deildarinnar eru í mjög virku samstarfi við virta háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum og við fyrirtæki í matvælaiðnaði sem og aðrar stofnanir á Íslandi eins og Landspítala og Keldur. Nemendur fá tækifæri til að tengjast atvinnulífi og öðlast reynslu í samskiptum við innlenda og erlenda aðila í námi sínu, sem er ómetanleg reynsla og þeir búa að eftir að námi lýkur.

Allir nemendur í rannsóknar- og framhaldsnámi eru hvattir til að taka hluta af námi sínu erlendis í samvinnu við leiðbeinendur. 
Doktorsnám í matvælafræði.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.