Skip to main content

Um MS nám í næringarfræði

MS nám í næringarfræði er 120 eininga einstaklingsmiðað framhaldsnám. Námið er skipulagt sem tveggja ára nám þar sem námskeið eru kennd í lotum á haust- og vormisserum en rannsóknaverkefni eru unnin þess á milli.

Námið samanstendur af 30 einingum í námskeiðum sem ná yfir öll helstu svið næringarfræðinnar og 90 eininga rannsóknaverkefni sem er unnið er undir handleiðslu og í samstarfi við kennara og samstarfsfólk innanlands og utan. Einnig er boðið upp á minna rannsóknaverkefni (60 einingar) með fleiri einingum í námskeiðum (60 einingar), sem er sniðið að þörfum þeirra nemenda sem hafa ekki lokið BS námi í næringarfræði.

Rannsóknir

Kennarar í næringarfræði hafa starfsaðstöðu á Rannsóknarstofu í næringarfræði, þar er einnig aðstaða fyrir nemendur í rannsóknarnámi. Tækifæri í rannsóknum á sviði næringarfræði hérlendis eru gríðarlega mikil. Áhugi almennings eða neytandans á góðri næringu er einnig alþjóðlegur og kallar á næringarfræðinga til margra starfa. Allir nemendur í framhaldsnámi eru hvattir til að taka hluta af námi sínu erlendis í samvinnu við leiðbeinendur. Nánar um rannsóknir við deildina.

Rannsóknaáherslur

  • Íþróttanæringarfræði
  • Klínísk næringarfræði
  • Næringarefnafræði
  • Næring viðkvæmra hópa
  • Næring þróunarlanda
  • Lýðheilsunæringarfræði
  • Vöruþróun og neytendafræði

Kjörsvið: Klínísk næringarfræði

Boðið er upp á kjörsviðið, klínísk næringarfræði í samstarfi við Næringarstofu Landspítala. Námið samanstendur af námskeiðum, klínískum námskeiðum og 30 ECTS rannsóknarverkefni. Takmarkaður fjöldi nema er tekinn inn í námið ár hvert.

Löggilt stafsheiti næringarfræðings

Að loknu MS-námi í næringarfræði geta nemendur sótt um starfsleyfi og rétt til þess að kalla sig næringarfræðing. Löggilt starfsleyfi er veitt af Embætti landlæknis. Réttur til að kalla sig næringarfræðing og starfa sem slíkur hér á landi er skilgreindur í reglugerð nr. 1086/2012 um menntun, réttindi og skyldur næringarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi. 

Tengt efni