Um námið | Háskóli Íslands Skip to main content

Um námið

Doktorsnám í matvælafræði felur í sér 180 eininga vísindaleg og tæknileg rannsóknarverkefni sem leiða til nýrrar þekkingar og nýsköpunar. Námið byggir á að nemendur ljúki sem samsvarar þriggja ára námi við rannsóknaverkefni og námskeiðum á fagsviðinu eftir þörfum og er áætlunin unnin í samvinni við kennara og aðra leiðbeinendur í samræmi við reglur Háskóla Íslands um doktorsnám. Öllum nemendum í rannsóknar- og framhaldsnámi stendur til boða að taka hluta af námi sínu erlendis í samvinnu við leiðbeinendur. Rík áhersla er lögð á að rannsóknaniðurstöður séu birtar á ritrýndum alþjóðlega viðurkenndum vettvangi.

Rannsóknatengt framhaldsnám, meistara- og doktorsnám er helsti vaxtarbroddurinn í starfi Háskóla Íslands og eitt mikilvægasta stefnumál hans. Uppbygging þess styrkir stöðu háskólans sem alþjóðlega viðurkennds rannsóknaháskóla og gerir honum kleift að gegna hlutverki sínu sem æðsta menntastofnun þjóðarinnar. Öflugur rannsóknaháskóli er frumskilyrði þess að efla samkeppnishæfni Íslands í vísindum, atvinnuþróun og menningu í þekkingarsamfélagi heimsins.

Mikill vöxtur hefur verið í framhaldsnámi við háskólann á undanförnum árum. Gildir þetta hvort tveggja um fjölda meistara- og doktorsnema og fjölbreytni námsframboðs. Háskólinn hefur sett sér það markmið að hlutfall stúdenta í framhaldsnámi af heildarfjölda stúdenta við skólann verði að jafnaði um 20%.

Alþjóðleg gæðavottun
Doktorsnám við Heilbrigðisvísindasvið hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun frá ORPHEUS (Organisation for PhD Education in Biomedicine and Health Sciences in the European System). Háskóli Íslands er fimmti háskólinn í Evrópu til þess að hljóta vottunina. Sjá viðurkenningarskjalið. 

ORPHEUS eru alþjóðleg samtök sem meta gæði doktorsnáms í líf- og heilbrigðisvísindum við evrópska háskóla. Markmið samtakanna er að standa vörð um að námið sé rannsóknartengt, sem og að auka atvinnutækifæri útskrifaðra doktora.

Félag doktorsnema og nýdoktora á Heilbrigðisvísindasviði
Við Heilbrigðisvísindasvið er starfrækt félag doktorsnema og nýdoktora. Formaður þess er Mardís Sara Karlsdóttir (msk5@hi.is), doktorsnemi við Sálfræðideild.

Tilgangur félagsins er að vinna að hagsmunamálum doktorsnema og nýdoktora á Heilbrigðisvísindasviði, miðla upplýsingum til þeirra, tilnefna fulltrúa í ráð og nefndir sviðsins og standa fyrir félagsstarfi.

Drög að lögum Félags doktorsnema og nýdoktora á Heilbrigðisvísindasviði

 Nánari upplýsingar um doktorsnám á Heilbrigðisvísindasviði.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.