Samstarf | Háskóli Íslands Skip to main content

Samstarf

 Samstarf um kennslu og rannsóknir   

Námið hefur frá upphafi verið kennt í samstarfi við rannsóknastofnanir atvinnuveganna á matvælasviði og í tengslum við atvinnulífið í landinu, þannig hafa heimsóknir og verkefni í samvinnu við fyrirtæki verið snar þáttur í náminu.
Deildin er í mjög virku samstarfi við Matís. ohf  en við stofnun Matís voru sameinaðar á einn stað rannsóknir og þróun í matvælatengdum greinum sem áður fóru fram á Iðntæknistofnun, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Hollustuvernd og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.

Verkleg kennsla og rannsóknir fara að miklu leyti fram á Matís auk þess sem sum námskeið eru alfarið kennd þar.
Kennarar deildarinnar hafa verið og eru mjög virkir í rannsóknum og samstarfi við erlenda háskóla og stofnanir.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.