Móttaka nýnema | Háskóli Íslands Skip to main content

Móttaka nýnema

Kæri nýnemi, velkominn í Matvæla- og næringarfræðideild

Kynningarfundur

Nemendur í grunnnámi

Við upphaf skólaársins eru nýnemar boðnir velkomnir á sérstökum kynningarfundi deildarinnar þar sem veittar eru helstu upplýsingar um námið og fyrstu skrefin í Háskólanum. Eftir almenna kynningu verður hópnum skipt í tvo hópa, þ.e. nemendur í matvæla- og næringarfræði. Nemendur eru hvattir til að mæta og fá frekari upplýsingar um umgjörð og efni námsins.  Hnallþóra er félag matvæla- og næringarfræðinema við Háskóla Íslands, en megin markmið félagsins er að gæta hagsmuna nemenda, efla samstöðu meðal þeirra og sér um að halda uppi öflugu félagslífi fyrir nemendur deildarinnar. 

Kynningarfundur fyrir nýnema í matvælafræði og næringarfræði á haustmisseri 2017 verður haldinn miðvikudaginn 23. ágúst kl. 13:00 í stofu HT-101 á Háskólatorgi. (EKKI STAÐFEST)

Nemendur í meistaranámi

Kynningarfundur með MS-nemum og kennurum við Matvæla- og næringarfræðideild fer fram fimmtudaginn 24. ágúst kl. 09.00 í stofu 124 í Læknagarði. Þann sama dag hefst sameiginleg vinnustofa um vísindaleg vinnubrögð í meistaranámi.

Nýnemadagar

Á haustin eru haldnir nýnemadagar í Háskóla Íslands. Þá fara fram kynningar á þeirri þjónustu sem veitt er í Háskólanum og margir skemmtilegir viðburðir eiga sér stað. Dagskráin fer að mestu fram á Háskólatorgi. Sjá nánari upplýsingar um nýnemadaga.

Gagnlegar upplýsingar

Nýnemar eru hvattir til þess að nýta sér heimasíðu Háskóla Íslands til þess að afla sér upplýsinga. Almennt veitir kaflinn Fyrir nemendur á námsleiðasíðum deildarinnar góðar upplýsingar fyrir nýnema.

Hér eru einnig nokkrir mikilvægir tenglar fyrir nemendur:

Við hlökkum til að sjá þig við nám í Matvæla- og næringarfræðideild.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.