Félagslíf | Háskóli Íslands Skip to main content

Félagslíf

Í Háskóla Íslands er öflugt félagslíf þar sem flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.  Nemendafélög og önnur hagsmunasamtök á vegum stúdenta eru nær 50 talsins við Háskóla Íslands. Félögin standa fyrir félagslífi og uppákomum fyrir nemendur allt skólaárið. Stúdentasjóður styður við menningar- og félagslíf í deildum skólans og veitir hann fé til deildarfélaga og annarra félagasamtaka innan skólans auk þess sem einstaklingar geta sótt beint til hans. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu heimasíðu Stúdentaráðs Háskóla Íslands student.is

Félagslíf nemenda í matvæla- og næringarfræðideildinni er mjög öflugt og er því að mestu stjórnað af nemendafélaginu Hnallþóru. 

Hnallþóra

Hnallþóra er félag matvæla- og næringarfræðinema við Háskóla Íslands, en meginmarkmið félagsins er að gæta hagsmuna nemenda og efla samstöðu meðal þeirra. Formaður Hnallþóru er fulltrúi nemenda á deildarfundum.
Hnallþóra sér um að halda uppi öflugu félagslífi fyrir nemendur deildarinnar.  Haldin er árshátíð og vísindaferðir eru skipulagðar með reglulegu millibili og í þeim felst meðal annars heimsókn til fyrirtækja og stofnana sem tengjast náminu. 

Facebook síða Hnallþóru

Stjórn Hnallþóru skólaárið 2017 - 2018 skipa:

Björg Árnadóttir formaður: bja20@hi.is
Eydís Ylfa Erlendsdóttir formaður: eye21@hi.is
Perla Ósk Eyþórsdóttir varaformaður: poe2@hi.is
Hekla Irene Sigríður McKenzie gjaldkeri: his43@hi.is
 

MNÍ

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ) var stofnað 1981. Það er fagfélag matvælafræðinga, næringarfræðinga, næringarráðgjafa og skyldra stétta. Á vegum félagsins eru haldin fræðsluerindi og gefin út fréttabréf. Matvæladagur er haldinn árlega á vegum félagsins. Markmið félagsins er að sameina matvælafræðinga, næringarfræðinga, næringarráðgjafa og aðra með háskólapróf í skyldum greinum í eitt félag. Einnig að stuðla að þróun í matvælafyrirtækjum og efla samstarf við þau, stuðla að aukinni menntun og eflingu vísindalegra rannsókna á sviði matvæla- og næringarfræða, vinna að umbótum í manneldismálum þjóðarinnar og leitast við að hafa áhrif á löggjöf varðandi starfssvið félagsmanna. Nemendur í háskólanámi í matvælafræði, næringarfræði eða skyldum greinum geta sótt um aukaaðild að félaginu sér að kostnaðarlausu.

Á forsíðuvef Háskóla Íslands má finna ítarlegar upplýsingar um félagslíf, nemendafélög, súdentakort og fleira

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.