Að námi loknu | Háskóli Íslands Skip to main content

Að námi loknu

Útskrifaðir matvælafræðingar vinna við fjölbreytt áhugaverð störf á sviðum stjórnunar, stefnumörkunar og ákvarðana um matvælafræðileg málefni. Flestir matvælafræðingar starfa hjá einkafyrirtækjum, rannsókna- og eftirlitsstofnunum, hjá lyfjafyrirtækjum, háskólum og öðrum menntastofnunum og heilbrigðisstofnunum. Matvælafræðingar vinna við flest framleiðslufyrirtæki landsins. Þar koma þeir að stjórnun, nýsköpun, vöruþróun, framleiðslu, gæðaeftirliti og öðrum þáttum sem tryggja að neytendur fái í hendur holl og góð matvæli. Aðrir starfa að rannsóknum á ýmsum stofnunum, í líftækniiðnaði og við kennslu. Matvælafræðingar starfa einnig við eftirlitsstörf, ráðgjöf, að markaðsmálum og sem ráðgjafar hjá fjármálastofnunum. 

Tækifæri á sviði matvælafræði og líftækni eru mikil. Uppbygging á þessum sviðum er mikilvægur grundvöllur verðmætasköpunar og aukinna útflutningstekna í íslensku hagkerfi. Hagnýtt framhaldsnám í matvælafræði gefur nemendum spennandi tækifæri til að taka að sér leiðandi hlutverk í uppbyggingu þessara greina. Áhugi almennings á góðum og næringarríkum matvælum fer vaxandi og matvælaframleiðsluþörf heimsins eykst. Allt þetta kallar á matvælafræðinga til margra starfa í þjóðfélaginu og á alþjóðavettvangi.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.