
Matsfræði
120 einingar - MA gráða
Hagnýtt meistaranám þar sem megintilgangur námsins er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á mati og nálgunum sem beita má í skólum, uppeldisstarfi og heilbrigðisþjónustu. Að námi loknu eiga nemendur að geta beitt hugtökum og líkönum matsfræða og fjölbreyttum rannsóknaraðferðum. Þannig er áhersla lögð á bæði fræðilegan skilning og hagnýta færni við undirbúning og framkvæmd mats.

Um námið
Megintilgangur náms á þessari námsleið er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á mati og nálgunum við að meta skólastarf og þjónustu og geti beitt viðeigandi hugtökum, líkönum og rannsóknaraðferðum í því sambandi. Áhersla er lögð á að þátttakendur öðlist bæði fræðilegan og hagnýtan skilning á mati á skólastarfi og þjónustu.
Við inntöku í MA nám í matsfræði gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu (B.Ed., BA eða BS) með fyrstu einkunn (7.25).