
Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti
120 einingar - MS gráða
Í náminu er lögð áhersla á að dýpka fræðilega þekkingu á sviði markaðsfræði og alþjóðaviðskipta. Lögð er áhersla á að byggja upp trausta fræðilega þekkingu á sviðinu og færni í að beita henni í raunverulegum aðstæðum.
Nám til MS prófs er 120 einingar hið minnsta, þar af 90 einingar í námskeiðum, auk MS-ritgerðar sem er að lágmarki 30 einingar.

Um námið
Í náminu er lögð áhersla á að byggja upp trausta fræðilega þekkingu á sviði markaðsfræða og alþjóðaviðskipta og færni í að beita henni við raunverulegar aðstæður. Rík áhersla er lögð á þekkingu á markaðsrannsóknum, þjálfun í að kynnast því nýjasta á þekkingarsviðinu sem og fyrirliggjandi rannsóknum til stuðnings ákvarðanatöku. Miðað við fullan námshraða er námið fjögur misseri.
MS nám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum er í boði fyrir þá einstaklinga, sem lokið hafa fyrsta háskólaprófi, þ.e. BS- eða BA-gráðu. Almenna reglan er að umsækjendur hafi fyrstu einkunn. Nemendur sem ekki hafa BS/BA í viðskiptafræði eða hagfræði í grunnnámi sínu eða aukagrein í þessum deildum, þurfa við upphaf námsins að ljúka undirbúningsnámskeiðinu VIÐ155M Inngangur að rekstri. Námskeiðið er ekki til gráðu.