Skip to main content

Markaðsfræði

Markaðsfræði

120 einingar - MS gráða

. . .

Í náminu er lögð áhersla á að dýpka fræðilega þekkingu á sviði markaðsfræði. Lögð er áhersla á að byggja upp trausta fræðilega þekkingu á sviðinu og færni í að beita henni í raunverulegum aðstæðum.
Nám til MS prófs er 120 einingar hið minnsta, þar af 90 einingar í námskeiðum, auk MS-ritgerðar sem er að lágmarki 30 einingar.

Um námið

Í náminu er lögð áhersla á að byggja upp trausta fræðilega þekkingu á sviði markaðsfræða og alþjóðaviðskipta og færni í að beita henni við raunverulegar aðstæður. Rík áhersla er lögð á þekkingu á markaðsrannsóknum, þjálfun í að kynnast því nýjasta á þekkingarsviðinu sem og fyrirliggjandi rannsóknum til stuðnings ákvarðanatöku. Miðað við fullan námshraða er námið fjögur misseri.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Forkröfur í námið er BA eða BS gráða úr háskóla, ásamt því að hafa lokið amk 12 ECTS í markaðsfræði í grunnnámi.  Almenna reglan er að umsækjendur hafi lokið grunnnámi með 1. einkunn (7,25).  Nemendur eru valdir inn í námið með hliðsjón af fyrra námi og starfsreynslu.
Nemendur sem ekki hafa lokið að lágmarki 36 einingum í viðskiptafræði eða skyldum greinum í grunnnámi þurfa við upphaf námsins að ljúka undirbúningsnámskeiðinu VIÐ155M Inngangur að rekstri, námskeiðið er ekki til gráðu. Af þessum 36 einingum skulu að lágmarki 24 einingar vera í eftirfarandi greinum eða sambærilegum: Fjármál, Inngangur að fjárhagsbókhaldi, Rekstrarhagfræði, Aðferðafræði, Inngang að mannauðsstjórnun, Inngang að stjórnun, Inngangur að markaðsfræði, Inngang að verkefnastjórnun, UI – Tölvunotkun og töflureiknir, Lögfræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Katla Hrund Karlsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá H:N Markaðssamskiptum
Katla Hrund Karlsdóttir, Viðskiptastjóri hjá H:N Markaðssamskiptum
MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum

Ég kláraði BS gráðu í sálfræði frá HÍ árið 2016. Mig langaði að nota þann grunn sem ég hafði í bland við markaðsfræði og fannst því tilvalið að taka meistaranám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Háskóli Íslands varð aftur fyrir valinu, vegna þess að einstaklingar í mínu nærumhverfi voru flestir í þeim skóla og ég hafði góða reynslu af honum. Mér fannst mikill kostur við námið að fá reglulegar heimsóknir frá stjórnendum fyrirtækja og fá innsýn í hvernig hægt væri að nýta fræðin í ólíku vinnuumhverfi. Í náminu fékk ég góðan fræðilegan grunn sem nýtist vel í starfi mínu sem viðskiptastjóri hjá auglýsingastofu. Starfið er mjög fjölbreytt en þar má helst nefna stefnumótun, markaðsráðgjöf og útfærslu á heildrænum, samhæfðum markaðsherferðum. Eftir námið er ég öruggari og betur í stakk búin til að takast á við fjölbreytt krefjandi verkefni, halda fyrirlestra og margt fleira.

Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi góða undirstöðu í markaðsfræði og geti að námi loknu tekist á við flókin stjórnunar- og sérfræðistörf á sviði markaðsfræði og/eða alþjóðaviðskipta.

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

  • Markaðssetning innanlands sem erlendis
  • Stjórnunarstörf í stórum sem smáum fyrirtækjum
  • Markaðsrannsóknir

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500

Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs

Image result for facebook logo Facebook