
Mannfræði
120 einingar - MA gráða
Framhaldsnám í mannfræði er í boði fyrir nemendur sem hafa grunn í mannfræði og nemendur sem vilja bæta mannfræði við fyrra nám. Ef nemandi hefur ekki grunn í mannfræði er gerð forkrafa um a.m.k. 30 einingar í mannfræði. Í framhaldsnáminu fá nemendur þjálfun í ólíkum rannsóknaraðferðum og hafa svigrúm til að velja sér rannsóknarefni í samræmi við áhugasvið sín.

Um námið
Til viðbótar hefðbundnu framhaldsnámi í mannfræði býður námsbrautin einnig upp á tvær námsleiðir: Þróunarfræði og Hnattræn tengsl. Í þessum námsleiðum er ekki gerð forkrafa um nám í mannfræði.
Æskilegt er að nemendur í framhaldsnámi séu staðnemar og verða umsækjendur um framhaldsnám að sækja sérstaklega um að vera fjarnemar ef þeir óska þess.
BA-, BEd-, BS próf með fyrstu einkunn eða sambærilegt próf.