Skip to main content

Mannfræði

Mannfræði

120 einingar - MA gráða

. . .

Framhaldsnám í mannfræði er í boði fyrir nemendur sem hafa grunn í mannfræði og nemendur sem vilja bæta mannfræði við fyrra nám. Ef nemandi hefur ekki grunn í mannfræði er gerð forkrafa um a.m.k. 30 einingar í mannfræði. Í framhaldsnáminu fá nemendur þjálfun í ólíkum rannsóknaraðferðum og hafa svigrúm til að velja sér rannsóknarefni í samræmi við áhugasvið sín.

Til viðbótar hefðbundnu framhaldsnámi í mannfræði býður námsbrautin einnig upp námsleið í hnattrænum fræðum með kjörsviðum í hnattrænni heilsu, fólksflutningum og fjölmenningum og þróunarfræði. Í þeirri námsleið er ekki gerð forkrafa um nám í mannfræði.

Æskilegt er að nemendur í framhaldsnámi séu staðnemar og verða umsækjendur um að sækja sérstaklega um að vera fjarnemar ef þeir óska þess.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-, BEd-, BS próf með fyrstu einkunn eða sambærilegt próf.

Nemendur sem ekki hafa lokið BA-prófi í mannfræði þurfa að taka 30 einingar í námskeiðum í grunnnámi aukalega. Námskeiðin eru MAN106G Etnógrafía I, MAN203G Mannfræðikenningar I og MAN331G Mannfræðikenningar II

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Nám í mannfræði kemur að góðum notum þar sem þörf er á haldgóðum skilningi á menningarlegri fjölbreytni, eðli og merkingu mannlegra samskipta og athafna, og líffræðilegum sérkennum og samkennum tegundarinnar. Mannfræðingar starfa m.a. við fjölmiðlun, minjasöfn, innflytjendamál, kennslu, þróunarsamvinnu, friðargæslu og erfðarannsóknir.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Fjölmiðlar
  • Minjasöfn
  • Innflytjendamál
  • Kennsla
  • Þróunarsamvinna
  • Friðargæsla
  • Erfðarannsóknir

Félagslíf

Félag nemenda í mannfræði nefnist Homo.

Stúdentakjallarinn er veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður. Hann er staðsettur á neðstu hæð Háskólatorgs. Þar er aðstaða fyrir tónleika, fundi og annað félagslíf nemenda og er opið frá morgni til kvölds alla daga vikunnar.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík 
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500