Skip to main content

Mannauðsstjórnun

Mannauðsstjórnun

120 einingar - MS gráða

. . .

MS nám í mannauðsstjórnun er fræðilegt og hagnýtt nám fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og skilning á stjórnun mannauðs innan fyrirtækja og stofnana. Námið snertir alla helstu grundvallarþætti í rekstri stofnana og fyrirtækja.
Nám til MS prófs er 120 einingar hið minnsta, þar af 90 einingar í námskeiðum, auk MS-ritgerðar sem er að lágmarki 30 einingar.
 

Um námið

Áhersla er lögð á að sameina hagnýtar og fræðilegar áherslur og dýpka þannig skilning nemenda á stjórnun mannauðs. Uppbygging námsins miðar að því að búa nemendur undir að sinna krefjandi og flóknum störfum á sviði starfsmanna- og mannauðsmála, hvort sem er í fyrirtækjum og stofnunum eða hjá hagsmunasamtökum. Miðað við fullan námshraða er námið fjögur misseri.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Forkröfur í námið er BA eða BS gráða úr háskóla. Almenna reglan er að umsækjendur hafi lokið grunnnámi með 1. einkunn (7,25). Nemendur eru valdir inn í námið með hliðsjón af fyrra námi og starfsreynslu. Nemendur sem ekki hafa lokið að lágmarki 36 einingum í viðskiptafræði eða skyldum greinum í grunnnámi þurfa við upphaf námsins að ljúka undirbúningsnámskeiðinu VIÐ155M Inngangur að rekstri, námskeiðið er ekki til gráðu. Af þessum 36 einingum skulu að lágmarki 24 einingar vera í eftirfarandi greinum eða sambærilegum: Fjármál, Inngangur að fjárhagsbókhaldi, Rekstrarhagfræði, Aðferðafræði, Inngang að mannauðsstjórnun, Inngang að stjórnun, Inngangur að markaðsfræði, Inngang að verkefnastjórnun, UI – Tölvunotkun og töflureiknir, Lögfræði. 

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Heiðdís Lóa Óskarsdóttir, verkefnastjóri á Landspítala
Heiðdís Lóa Óskarsdóttir, verkefnastjóri á Landspítala
MS í Mannauðsstjórnun

Í fyrra starfi mínu komst ég í tæri við ýmis mannauðstengd verkefni. Mér fannst mannauðsmál eiga vel við mig og valdi því að fara í meistaranám í mannauðsstjórnun. Mín reynsla af náminu er mjög jákvæð. Mér fannst námið gefa mér breiða þekkingu á ýmsum hliðum mannauðsstjórnunar en einnig jók það sjálfstæði, skapandi hugsun og seiglu. Kostir námsins eru margvíslegir, meðal annars færir kennarar, fjölbreyttar kennsluaðferðir og skemmtileg og krefjandi verkefni. Ég tel að námið muni nýtast mér á marga vegu í atvinnulífinu. Ég mæli því heilshugar með námi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands.

Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Nemendur með MS próf í mannauðsstjórnun vinna hin fjölbreyttustu störf. Útskrifaðir nemendur eiga betri möguleika á að gegna hinum ýmsu stjórnunarstörfum þar sem reynir á mannaforráð bæði hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

  • Mannauðsstjórar
  • Fræðslustjórar
  • Sérfræðingar hjá hagsmunasamtökum
  • Sjálfstætt starfandi ráðgjafar
  • Ráðningarstjórar

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500

Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs 

Image result for facebook logo Facebook