Skip to main content

Málþroski og læsi, viðbótardiplóma

Málþroski og læsi

30 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Viðbótardiplóma sem ætluð er kennurum í leik- og grunnskólum og öðru fagmenntuðu starfsfólki sem hefur hug á að efla þekkingu sína, færni og fagvitund á sviði máls og læsis. Námið gagnast m.a. við fagstjórn og önnur leiðtogahlutverk, kennslu tvítyngdra barna, þróun kennsluhátta og við að bæta árangur kennslu í leik- og grunnskólum. 

Um námið

Málþroski og læsi er 30 eininga viðbótardiplóma sem nemendur ljúka á einu til tveimur árum. Markmið námsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á helstu hugtökum, kenningum og kennsluaðferðum á sviði málþroska og læsis, byggt á niðurstöðum nýjustu rannsókna og að þeir geti nýtt þá þekkingu í starfi á vettvangi.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Við inntöku í framhaldsnám á meistarastigi gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu (B.Ed., BA eða BS) með fyrstu einkunn (7.25). Einnig er gert ráð fyrir að umsækjandi hafi leyfisbréf til kennslu.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525-5950
menntavisindasvid@hi.is

Fyrirspurnum er beint til Sigríðar Pétursdóttur, deildarstjóra Kennaradeildar

Sími 525-5917
sigridu@hi.is

Netspjall