Máltækni | Háskóli Íslands Skip to main content

Máltækni

Máltækni

MA gráða

. . .

Máltækni er þverfaglegt rannsóknar- og þróunarsvið sem spannar m.a. tölvunarfræði, málvísindi, gervigreind, tölfræði og sálfræði. Máltækni miðar að því að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðla að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. Markmið meistaranáms í máltækni er að veita nemendum vísindalega og hagnýta þjálfun og búa þá undir framhaldsnám og störf af ýmsu tagi.

Um námið

Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík eiga samstarf um meistaranám í máltækni. Nemendur geta verið skráðir í hvorn skólann sem er en eiga kost á að taka námskeið í samstarfsskólanum án aukakostnaðar.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-próf með fyrstu einkunn í íslensku eða almennum málvísindum sem aðalgrein, eða BS-próf í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði með lágmarkseinkunn 6,5 eða hærri. Þeir sem hafa lokið háskólaprófi í öðrum skyldum greinum geta einnig sótt um inngöngu og er þá undirstaða þeirra metin sérstaklega.Nemandi skal hafa tekið a.m.k. 10 eininga lokaverkefni.

Sjáðu um hvað námið snýst

Getum við aðstoðað?

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.