Skip to main content

Um MA-nám í þýskukennslu

Þeir sem lokið hafa B.A.-prófi með þýsku sem aðalgrein og 1. einkunn (7,25) eða jafngildi þess geta bætt við sig 120 einingum og lokið M.A.-prófi í þýskukennslu. Hér er um að ræða starfsmiðað réttindanám fyrir starfandi og verðandi þýskukennara í framhaldsskólum. Jafnframt er það undirbúningur fyrir störf sem fela í sér umsjón með þýskukennslu í skólum eða fræðsluumdæmum, (deildar- eða fagstjórn, endurmenntun).

Námið er skipulagt og kennt í samvinnu við Menntavísindasvið. Nemandi tekur 60 einingar í kennslufræði, þar af 50 einingar á Menntavísindasviði og 10 einingar í Mála- og menningardeild. Hann skal einnig ljúka 60 einingum í þýsku, þar af 30 eininga lokaverkefni. Æskilegt að taka námskeið í þýsku samhliða námi á Menntavísindasviði.