Um MA-nám í spænsku | Háskóli Íslands Skip to main content

Um MA-nám í spænsku

MA-nám í spænsku er að jafnaði tveggja ára einstaklingsmiðað nám. BA-próf með fyrstu einkunn í spænsku sem aðalgrein eða jafngildi þess veitir inngöngu í MA-nám. Að námi loknu hefur nemandi öðlast nákvæma þekkingu á kjörsviði sínu í spænsku máli og málvísindum, eða sögu og bókmenntum spænskumælandi þjóða. Hann hefur fengið þjálfun í fræðilegum og sjálfstæðum vinnubrögðum sem og í framsetningu efnis í fræðilegu samhengi. Nemandinn er fær um að afla sér frekari þekkingar á fræðasviði sínu og getur tekist á hendur doktorsnám í fræðigrein sinni.

Þýðingafræði - spænska
Í samstarfi við Íslensku- og menningardeild er boðið upp á nám í þýðingafræði og nytjaþýðingum. Hafið samband við verkefnastjóra Íslensku- og menningardeildar vegna fyrirspurna um Þýðingafræðinámið.

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.