Skip to main content

Um MA-nám í Rússlands- og Austur-Evrópufræði

Námið veitir nemendum með svæðisbundinn áhuga á Austur-Evrópu tækifæri að stunda rannsóknarnám sem nýtir aðferðir félags- og hugvísinda og byggja upp sérhæfða þekkingu á einu eða fleiri ríkjum þessa svæðis. Til að byrja með (haustið 2017) miðast námið við tvö lönd sérstaklega, Rússland og Pólland, en stefnt er að því að bæta við samstarfsaðilum víðar og gefa nemendum þannig kost á fleiri möguleikum til sérhæfingar.

Náminu er hægt að ljúka á einu ári. Fyrra misserinu er varið við Háskóla Íslands en seinna misserinu við samstarfsskóla í Rússlandi eða Póllandi.

Ætlast er til að nemendur hafi kunnáttu í einu tungumáli (rússnesku eða pólsku) til að geta lokið náminu. Þeir sem ekki hafa tilskilda kunnáttu við upphaf námsins velja í samráði við umsjónarmann þess heppilega leið til að uppfylla þetta skilyrði.

Nánari upplýsingar í Kennsluskrá.