Um MA-nám í dönskukennslu | Háskóli Íslands Skip to main content

Um MA-nám í dönskukennslu

MA-nám í dönskukennslu er 120 eininga nám sem veitir í senn meistaragráðu og réttindi til kennslu í dönsku á framhaldsskólastigi. Námið er skipulagt og kennt í samvinnu við Menntavísindasvið. Nemandi tekur 60 einingar í kennslufræði, þar af 50 einingar á Menntavísindasviði og 10 einingar í Mála- og menningardeild. Þeir skulu einnig ljúka 60 einingum í dönsku, þar af 30 eininga lokaverkefni. Æskilegt að taka námskeið í dönsku samhliða námi á Menntavísindasviði.

Þetta er starfsmiðað nám sem ætlað er jafnt starfandi kennurum og þeim sem hyggja á kennslu í dönsku í framhaldsskólum. Jafnframt er það undirbúningur undir störf sem fela í sér umsjón með dönskukennslu í skólum eða fræðsluumdæmum (deildar- eða fagstjórn, endurmenntun).

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.