Skip to main content

Um MA-nám í dönsku

M.A. í dönsku
Í meistaranámi er meginmarkmiðið að nemendur ástundi akademísk vinnubrögð og afli sér sérhæfðrar fræðilegrar þekkingar. Meistaranemar kynnast rannsóknarvinnu af eigin raun. Markmiðið með meistaranámi er að nemendur verði færir um að vinna sérhæfð störf þar sem reynir á sérfræðiþekkingu í dönsku máli, bókmenntum og menningu.

Þýðingafræði - danska
Í samstarfi við Íslensku- og menningardeild er boðið upp á nám í þýðingafræði og nytjaþýðingum. Hafið samband við verkefnastjóra Íslensku- og menningardeildar vegna fyrirspurna um Þýðingafræðinámið.

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám.