Skip to main content

Um MA-nám í bókmenntum, menningu og miðlun

MA í bókmenntum, menningu og miðlun er 120 eininga námsleið. Markmið hennar er að styrkja fræðilega þekkingu og skilning nemenda á tengslum bókmennta, menningar og miðlunar. Bókmenntatextar eru þar af leiðandi skoðaðir út frá þvermenningarlegu og þverfaglegu sjónarhorni. Sum námskeiðanna eru fræðileg og almenns eðlis, í öðrum er sjónum beint að ákveðnum bókmenntategundum, þemum og / eða tímabilum. Einnig verða skoðaðar birtingarmyndir bókmennta í fjölmiðlum og annars staðar í samtímanum.

Menningararfleifð sérhvers samfélags hvílir að verulegu leyti á miðlun og aðlögun menningartengd efnis: sögur af öllum gerðum, sannar og skáldaðar, hafa flakkað um heim allan, á milli mál- og menningarheima, en jafnframt á milli formgerða og á milli miðla, innan sama menningar- eða málsamfélags jafnt sem út fyrir það.

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám.