Skip to main content

Um MA-nám í Ameríkufræði

Þetta er fjögurra missera (tveggja ára) alþjóðlegt fræðilegt framhaldsnám í Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Námið er meistaranám (þrep 2, stig 4). Það er 120 e, þar af minnst 30 e lokaverkefni, og lýkur með MA-prófi. Full námsframvinda á einu misseri miðast við 30 e. Inntökuskil­yrði eru BA-, B.Ed.- eða BS-próf (af stigi 1.2) með fyrstu einkunn, en gera má kröfur um viðbótarnám í grunnnámi. MA-próf í Mála- og menningardeild veitir rétt til að sækja um doktorsnám á kjörsviði á stigi 3, en er jafnframt góður undirbúningur fyrir störf á sviði bókmennta, menningar, miðlunar, alþjóðasamskipta, menntunar og útgáfu.