Skip to main content

Um BA-nám í Mið-Austurlandafræði

Markmið Mið-Austurlandafræða við Háskóla Íslands er að stuðla að aukinni fræðslu, þekkingu og áhuga á Mið-Austurlöndum og menningu þeirra í víðum skilningi og jafnframt að veita nemendum grunnfærni í arabísku sem er helsta tungumál svæðisins. Í námsleiðinni er fjallað um heim Mið-Austurlanda frá fornöld með sérstakri áherslu á  uppgang íslam á fyrri hluta 7. aldar og veldi múslima á miðöldum, svo og  lönd þar sem Íslam hefur náð útbreiðslu fram á okkar daga. Veitt verður heildrænt yfirlit yfir söguna og menningu, helstu bókmenntir, fræði og listir með það að augnamiði að varpa ljósi á þróun mála í nútímanum.

Sjá nánar í kennsluskrá.