Skip to main content

Um BA-nám í ítölsku

Nám í ítölsku við HÍ er opið bæði nemendum sem hafa enga kunnáttu í ítölsku svo og fyrir lengra komna.

Markmið ítölskunáms við Háskóla Íslands er að kenna BA-nemum að njóta ítalskrar tungu, sögu, bókmennta, kvikmynda og lista. Nemendur eru þjálfaðir í notkun málsins og öðlast færni til að lesa og skilja bókmenntatexta út frá félagslegu og sögulegu baksviði þeirra.

Ítalskan við H.Í. er í góðu samstarfi við tungumálaskóla á Ítalíu og veitir nemendum sem skráðir eru í B.A. nám (einnig þeim sem eru á fyrsta ári) tækifæri á námskeiðum og þeim möguleika á að eyða spennandi tímabili á kafi í tungumálinu auk allrar listar, matarmenningar og arkitektúrs sem hægt er að finna í ítölskum borgum.

Auk þess geta þeir sem eru skráðir í B.A. nám og hafa lokið fyrsta árinu átt möguleika á að sækja um Erasmus styrk, sótt námskeið og tekið próf í fjölmörgum háskólum á Ítalíu sem eru með samning við Háskóla Íslands (Bologna, Chieti, Genúa, Mílanó, Róm, Trento, Feneyjar ásamt öðrum).

Ítalska er fimmta algengasta tungumálið sem kennt er í heiminum og er í örum vexti, einkum við Miðjarðarhafið og í Austur-Evrópu. Það er opinbert tungumál á Ítalíu, í Sviss, San Marino og Vatíkaninu.

Utan Ítalíu eru fjölmenn samfélög ítölskumælandi fólks t.d. í Argentínu, Ástralíu, Belgíu, Bosníu, Brasilíu, Egyptalandi, Eritreu, Frakklandi, Ísrael, Kanada, Líbíu, Liechtenstein, Lúxemborg og Þýskalandi.

Kröfur
Námskeiðin sem eru í boði innan BA-náms í ítölsku eru skipulögð á þann hátt að þau henta byrjendum sem og lengra komnum. Hægt er að hafa samband við kennara til að fá nánari upplýsingar um námskeiðin: Stefano Rosatti, aðjunkt (rosatti@hi.is).

Námstilhögun
Nám í ítölsku er miðað við breytt svið áhugamála og gagnrýninnar nálgunar. Stúdentar geta valið á milli fjölbreyttra námskeiða í ítalskri tungu og bókmenntum, sögu, listasögu, kvikmyndafræði o.s.frv.

Nemendur eru hvattir til að taka þátt í umræðum og sinna einstaklingsverkefnum innan og utan skólastofu.

Öll námskeið eru kennd á ítölsku nema annað sé tekið fram.

Skipulag ítölskunáms
Nemendur geta valið eftirfarandi námsleiðir:

  • Ítalska sem aukagrein (60 e) með aðalgrein (120 e)
  • Ítalska sem aðalgrein (120 e) með aukagrein (60 e)
  • Ítalska sem aðalgrein (180 e). Nemendur sem hafa lokið námsleiðunum sem eru tilgreindar hér að ofan geta tekið eitt eða tvö misseri í ítölskum háskóla þar sem þeir þreyta próf. Tvíhliðasamningar eru við fjölmarga háskóla á Ítalíu á grundvelli Erasmus áætlunarinnar.
  • Hagnýt ítalska fyrir atvinnulífið, aukagrein (60 e) eða diplómanám (90 e)

Upplýsingar á ítölsku
Come fare la tesi di laurea (pdf)

Lokaritgerðir - upplýsingar
 

Erlend samskipti
Vegna samninga við erlenda háskóla er unnt að stunda hluta af námi í greininni erlendis í samráði við fasta kennara. Tvíhliða samningar um stúdentaskipti hafa verið gerðir við marga ítalska háskóla.

Kennsluhættir
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, æfingatímum og málveri. Öll námskeið eru kennd á ítölsku nema annað sé tekið fram.

Húsnæði
Kennsla í ítölsku fer einkum fram í Aðalbyggingu, Nýja-Garði, Odda og Árnagarði.

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám.