Um BA-nám í ítölsku | Háskóli Íslands Skip to main content

Um BA-nám í ítölsku

Nám í ítölsku við HÍ er opið bæði nemendum sem hafa enga kunnáttu í ítölsku svo og fyrir lengra komna.

Markmið ítölskunáms við Háskóla Íslands er að kenna BA-nemum að njóta ítalskrar tungu, sögu, bókmennta, kvikmynda og lista. Nemendur eru þjálfaðir í notkun málsins og öðlast færni til að lesa og skilja bókmenntatexta út frá félagslegu og sögulegu baksviði þeirra.

Ítalskan við H.Í. er í góðu samstarfi við tungumálaskóla á Ítalíu og veitir nemendum sem skráðir eru í B.A. nám (einnig þeim sem eru á fyrsta ári) tækifæri á námskeiðum og þeim möguleika á að eyða spennandi tímabili á kafi í tungumálinu auk allrar listar, matarmenningar og arkitektúrs sem hægt er að finna í ítölskum borgum.

Auk þess geta þeir sem eru skráðir í B.A. nám og hafa lokið fyrsta árinu átt möguleika á að sækja um Erasmus styrk, sótt námskeið og tekið próf í fjölmörgum háskólum á Ítalíu sem eru með samning við Háskóla Íslands (Bologna, Chieti, Genúa, Mílanó, Róm, Trento, Feneyjar ásamt öðrum).

Ítalska er fimmta algengasta tungumálið sem kennt er í heiminum og er í örum vexti, einkum við Miðjarðarhafið og í Austur-Evrópu. Það er opinbert tungumál á Ítalíu, í Sviss, San Marino og Vatíkaninu.

Utan Ítalíu eru fjölmenn samfélög ítölskumælandi fólks t.d. í Argentínu, Ástralíu, Belgíu, Bosníu, Brasilíu, Egyptalandi, Eritreu, Frakklandi, Ísrael, Kanada, Líbíu, Liechtenstein, Lúxemborg og Þýskalandi.

Kröfur
Námskeiðin sem eru í boði innan BA-náms í ítölsku eru skipulögð á þann hátt að þau henta byrjendum sem og lengra komnum. Hægt er að hafa samband við kennara til að fá nánari upplýsingar um námskeiðin: Stefano Rosatti, aðjunkt (rosatti@hi.is).

Námstilhögun
Nám í ítölsku er miðað við breytt svið áhugamála og gagnrýninnar nálgunar. Stúdentar geta valið á milli fjölbreyttra námskeiða í ítalskri tungu og bókmenntum, sögu, listasögu, kvikmyndafræði o.s.frv.

Nemendur eru hvattir til að taka þátt í umræðum og sinna einstaklingsverkefnum innan og utan skólastofu.

Öll námskeið eru kennd á ítölsku nema annað sé tekið fram.

Skipulag ítölskunáms
Nemendur geta valið eftirfarandi námsleiðir:

  • Ítalska sem aukagrein (60 e) með aðalgrein (120 e)
  • Ítalska sem aðalgrein (120 e) með aukagrein (60 e)
  • Ítalska sem aðalgrein (180 e). Nemendur sem hafa lokið námsleiðunum sem eru tilgreindar hér að ofan geta tekið eitt eða tvö misseri í ítölskum háskóla þar sem þeir þreyta próf. Tvíhliðasamningar eru við fjölmarga háskóla á Ítalíu á grundvelli Erasmus áætlunarinnar.
  • Hagnýt ítalska fyrir atvinnulífið, aukagrein (60 e) eða diplómanám (90 e)

Upplýsingar á ítölsku
Come fare la tesi di laurea (pdf)

Lokaritgerðir - upplýsingar
 

Erlend samskipti
Vegna samninga við erlenda háskóla er unnt að stunda hluta af námi í greininni erlendis í samráði við fasta kennara. Tvíhliða samningar um stúdentaskipti hafa verið gerðir við marga ítalska háskóla.

Kennsluhættir
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, æfingatímum og málveri. Öll námskeið eru kennd á ítölsku nema annað sé tekið fram.

Húsnæði
Kennsla í ítölsku fer einkum fram í Aðalbyggingu, Nýja-Garði, Odda og Árnagarði.

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.