Um BA-nám í dönsku | Háskóli Íslands Skip to main content

Um BA-nám í dönsku

Í BA-námi í dönsku er lögð áhersla á að nemendur nái hratt og örugglega tökum á dönsku máli í ræðu og riti og öðlist þekkingu á dönsku samfélagi, menningu og bókmenntum. Við Háskóla Íslands er boðið upp á fræðilegt nám til BA-prófs og rannsóknatengt meistaranám.

BA-nám í dönsku (1–3 ár)  

Danska er kennd til 60, 120 eða 180 eininga. Í BA-námi er meginmarkmiðið að nemendur nái öruggum tökum á dönsku máli, tileinki sér akademísk vinnubrögð og öðlist fræðilega þekkingu á danskri tungu og dönsku þjóðlífi ásamt bókmenntum og menningu Dana.

Einnig er markmiðið:

  • að undirbúa nemendur undir almenn störf sem krefjast haldgóðrar dönskukunnáttu og fræðilegrar þekkingar á dönsku þjóðlífi og menningu 
  • að veita nemendum fræðilega undirstöðu til að takast á við  meistaranám í dönsku við Háskóla Íslands eða erlenda háskóla

Kennsluhættir
Í dönsku til BA-prófs fer kennslan fram á dönsku og málnotkun er þjálfuð í litlum hópum. Áhersla er lögð á notkun tölva og upplýsingatækni. Í boði eru fjölbreytt námskeið um danskar bókmenntir, danska tungu og menningu (kvikmyndir, fjölmiðla) og sérhæfð námskeið sem tengjast notkun dönsku í atvinnulífinu, t.d. námskeið um þýðingar, dönskukennslu og notkun dönsku í viðskiptum og í ferðaþjónustu.

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.