Skip to main content

Talfærninámskeið í Tübingen í Þýskalandi

Nemendur við Háskóla Íslands geta skráð sig í tveggja vikna námskeið í Tübingen í Þýskalandi í byrjun næsta árs (ÞÝS 208G). Námskeiðið er opið nemendum úr öllum deildum skólans en gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi lágmarkskunnáttu í málinu, t.d. stundað nám í þýsku í framhaldsskóla.

Nokkrar staðreyndir um námskeiðið:

TÍMABIL: Tvær vikur í janúar til febrúar.

STAÐUR: Tübingen í suðvestanverðu Þýskalandi.

HVERJIR GETA SKRÁÐ SIG?: Nemendur HÍ sem innrita sig í námskeiðið. Námskeiðið er ekki byrjendanámskeið, lágmarkskunnátta í þýsku er nauðsynleg.

Tungumál eru bónus í öllum störfum, Þýskaland er eitt almikilvægasta viðskiptaland okkar Íslendinga.

Námskeiðið er tveggja vikna námsferð til Tübingen og gefur 6 ECTS- einingar.

Háskólinn í Tübingen skipuleggur námskeiðið í samvinnu við þýsku við HÍ. Boðið er upp á kennslu í tungumálinu (ekki byrjendakennslu), kynnisferðir og Landeskunde af ýmsu tagi. Nemendur gista hjá fjölskyldum í borginni.

Kostnaður: Nemendur greiða einungis flugfar til og frá Frankfurt og rútuferð til og frá Tübingen, auk hluta af uppihaldskostnaði.

Þeir sem áhuga hafa á námskeiðinu eru hvattir til að afla sér nánari upplýsinga um ferðina hjá Oddnýju G. Sverrisdóttur, prófessor í þýsku, oddny@hi.is, símar: 525 4717 og 899 6956.

Tübingen er sérlega falleg háskólaborg í Suður-Þýskalandi.
Vefslóð: www.tuebingen.de.