
Mál og læsi
120 einingar - MT gráða
Markmið námsins er að nemar öðlist staðgóða þekkingu á hugtökum, kenningum, kennsluaðferðum og rannsóknaraðferðum á sviði máls og læsis. Færni í máli, málnotkun og læsi mynda samofna heild sem jafnframt er nátengd þroska barna á öðrum sviðum. Þessi færni er veigamesta undirstaða námsárangurs í flestum greinum og lykillinn að velgengni í skóla og virkri þátttöku í nútímasamfélagi.

Um námið
Helstu áhersluatriði á námsleiðinni eru málþroski, tvítyngi og íslenska sem annað mál. Sömuleiðis þróun lestrar, lesskilnings og ritunar. Einnig er lögð áhersla á snemmtæka íhlutun og sértæk inngrip í mál- og lestrarvanda, einstaklingsmiðaðar áherslur, sérkennslu, stuðning og ráðgjöf.

Nýr valkostur í kennaranámi
Frá og með haustmisseri 2020 verður boðið upp á MT-námsleiðir (e. Master of Teaching) fyrir þá sem stefna á kennaranám. Þessar námsleiðir fela það í sér að nemandi getur tekið kennslufræðitengd námskeið í stað þess að skrifa 30 eininga rannsóknarritgerð.
Við inntöku í M.Ed. nám í mál og læsi gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið bakkalár- eða meistaraprófi með fyrstu einkunn (7,25). Auk þess er gerð krafa um leyfisbréf til kennslu, sem fylgja skal með umsókn.