Skip to main content

Mál og læsi, M.Ed.

Mál og læsi

120 einingar - M.Ed. gráða

. . .

Markmið námsins er að nemar öðlist staðgóða þekkingu á hugtökum, kenningum, kennsluaðferðum og rannsóknaraðferðum á sviði máls og læsis. Færni í máli, málnotkun og læsi mynda samofna heild sem jafnframt er nátengd þroska barna á öðrum sviðum. Þessi færni er veigamesta undirstaða námsárangurs í flestum greinum og lykillinn að velgengni í skóla og virkri þátttöku í nútímasamfélagi. 

Um námið

Helstu áhersluatriði á námsleiðinni eru málþroski, tvítyngi og íslenska sem annað mál. Sömuleiðis þróun lestrar, lesskilnings og ritunar. Einnig er lögð áhersla á snemmtæka íhlutun og sértæk inngrip í mál- og lestrarvanda, einstaklingsmiðaðar áherslur, sérkennslu, stuðning og ráðgjöf. 

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Við inntöku í M.Ed. nám í mál og læsi gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið bakkalár- eða meistaraprófi með fyrstu einkunn (7,25). Auk þess er gerð krafa um leyfisbréf til kennslu, sem fylgja skal með umsókn. 

Sjáðu um hvað námið snýst

Félagslíf

Nemendafélagið Kennó er félag kennaranema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Félagið hefur einnig staðið fyrir verkefninu Komdu að kenna sem hefur hefur það að markmiði að kynna kennaranám. Fylgstu með Komdu að kenna á Facebook, Instagram og Snapchat!

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is