Magnaðar margæsir | Háskóli Íslands Skip to main content

Magnaðar margæsir

Freydís Vigfúsdóttir, sérfræðingur við Líf- og umhverfisvísindastofnun

Margæsin er hánorrænn varpfugl sem fer hér um á vorin til að hlaða tankinn fyrir næsta áfanga í gríðarlegu langflugi. Margæsin er í hópi þeirra gæsa sem ferðast hvað lengst en þær fljúga héðan á vorin yfir þveran Grænlandsjökul á varpstöðvar nyrst í Kanada.

Á haustin koma þær svo aftur, á leið sinni á vetrarstöðvar á Írlandi. Freydís Vigfúsdóttir, sérfræðingur við Líffræðistofu Líf- og umhverfisvísindasstofnunar Háskóla Íslands, hefur tekið þátt í viðamiklum og fjölþjóðlegum rannsóknum á þessum magnaða fugli. „Ef ég gæti valið mér ofurkraft myndi ég velja að geta flogið – en fyrir utan það þá er ég að mörgu leyti farfugl í eðli mínu, svona eins og margæsin,“ segir Freydís og hlær.

Freydís Vigfúsdóttir

Hún kannar nú með hópi vísindamanna frá Exeter-háskóla í Cornwall áhrif umhverfis á margæsastofninn í heild, á viðkomustöðum eins og hér og einnig á vetrar- og varpstöðvum.

Freydís Vigfúsdóttir

Hún kannar nú með hópi vísindamanna frá Exeter-háskóla í Cornwall áhrif umhverfis á margæsastofninn í heild, á viðkomustöðum eins og hér og einnig á vetrar- og varpstöðvum. „Við skoðum t.d. gæði fæðusvæða, truflun frá mönnum, félagskerfi fuglanna og áhrif skyldleika,“ segir Freydís. Hún vinnur rannsókn sína í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og með stuðningi frá RANNÍS.

„Minn þáttur í rannsókninni veit einkum að áhættuhegðun við mismunandi aðstæður. Ég skoða breytileika milli ólíkra svæða og árstíma. Einstaklingarnir taka oft mikla áhættu nærri farflugi að vori, þegar gæsirnar þurfa að éta nánast hverja stund til að byggja upp nægjanlegan forða fyrir 4500 kílómetra langt farflug frá vetrarstöð á Írlandi á varpstöðvar í Norður-Kanada. Áhættuhegðuninni fylgir streita og jafnvel neikvæð áhrif á varp.“

Tengt efni

Netspjall