Lyfjavísindi | Háskóli Íslands Skip to main content

Lyfjavísindi

Lyfjavísindi

120 einingar - MS gráða

. . .

Í MS-námi í lyfjavísindum er áhersla lögð á sérhæfingu og rannsóknavinnu. Nemendur fá góða þjálfun í að vinna sjálfstætt að vísindarannsókn undir leiðsögn. 

Um námið

MS-nám í lyfjavísindum (120e) er skipulagt út frá 30, 60 eða 90 eininga rannsóknaverkefni á einhverju af sérsviðum lyfjafræðinnar. Verkefnið er valið í samráði við fastráðinn kennara lyfjafræðideildar sem jafnframt er umsjónarkennari.

Doktorsnám

MS-nám í lyfjavísindum veitir aðgang að doktorsnámi í lyfjavísindum og skyldum greinum á Íslandi. Að því tilskyldu að nemandi útskrifist með fyrstu einkunn.

Sjá nánari upplýsingar um samsetningu náms í lyfjavísindum til MS-prófs í kennsluskrá HÍ.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Nemandi skal hafa lokið BS-prófi eða öðru samsvarandi prófi með 6.5 í lágmarkseinkunn

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Magdalena Margrét Jóhannsdóttir
MS í lyfjavísindum

Gott nám byggir ekki eingöngu góðan grunn hjá nemendum á faginu heldur undirbýr þá til þess að takast á við raunveruleg verkefni á almennum vinnumarkaði eftir útskrift. Á þetta sérstaklega vel við um svo lifandi fræðigrein og lyfjafræðin er, en hún er sífellt að þróast og breytast. Að mínu mati tókst Lyfjafræðideild Háskóla Íslands mjög vel til í þessum efnum og get ég því svo sannarlega mælt með henni.

Ögmundur Viðar Rúnarsson
PhD í lyfjavísindum

Ég fór í meistaranám í lyfjavísindum eftir útskrift úr B.Sc. í matvælafræði. Meistaranámið í lyfjavísindum fannst mér einstaklega skemmtilegt og mikil verkleg reynsla sem ég öðlaðist þar. Verkefnið var bæði fjölbreytt og krefjandi. Hluta verkefnisins var gert í Finnlandi við Háskólann í Kuopio sem einstaklega skemmtileg reynsla. Meistaraverkefnið þróaðist síðan í doktorsverkefni sem var ögrandi og skemmtilegt. Öll þessi reynsla og vinátta sem ég öðlaðist á þessum tíma hefur nýttist mér vel við vinnu mína sem postdoc og vísindamaður við Háskólann í Lundi og Gautaborg og við mitt núverandi starf sem deildarstjóri lyfjamælinga hjá Alvotech. Enn í dag koma upp aðstæður þar sem ég hef þurft að nýta mér þá kunnáttu og færni sem ég öðlaðist í meistara- og doktorsnámi mínu við Lyfjafræðideildina.

Sigríður Ólafsdóttir
MS nemi í lyfjavísindum

Ég ákvað að taka meistaranám í lyfjavísindum eftir að ég kláraði grunnnám í lífeindafræði til að prófa eitthvað nýtt, afla mér þekkingar á öðru sviði og auka starfsmöguleikana að námi loknu. Námið hefur gefið mér tækifæri til að vinna að verkefni sem er samblanda af mínum áhugasviðum frá báðum greinum.

Félagslíf

Félag lyfjafræðinema Tinktúra heldur uppi félagslífi og stendur vörð um hagsmuni lyfjafræðinema. Tinktúra er aðili að alþjóðlegum samtökum lyfjafræðinema, IPSF og EPSA sem sjá um að miðla upplýsingum milli nemenda um þróun og nýjungar í náminu og störfum lyfjafræðinga. Tinktúra er aðili að IAESTE, alþjóðlegum samtökum nema í raun- og heilbrigðisvísindum.

Hafðu samband

Skrifstofa Lyfjafræðideildar
Haga, Hofsvallagötu 53, 3. hæð
Sími 525 4353
lyf@hi.is

Opið virka daga kl. 10-12 og 13-15
Lokað vegna sumarleyfa dagana 13. júlí til 7. ágúst