Lyfjavísindi | Háskóli Íslands Skip to main content

Lyfjavísindi

Lyfjavísindi

120 einingar - MS gráða

. . .

Í MS-námi í lyfjavísindum er áhersla lögð á sérhæfingu og rannsóknavinnu. Nemendur fá góða þjálfun í að vinna sjálfstætt að vísindarannsókn undir leiðsögn. 

Um námið

MS-nám í lyfjavísindum (120e) er skipulagt út frá 30, 60 eða 90 eininga rannsóknaverkefni á einhverju af sérsviðum lyfjafræðinnar. Verkefnið er valið í samráði við fastráðinn kennara lyfjafræðideildar sem jafnframt er umsjónarkennari.

Doktorsnám

MS-nám í lyfjavísindum veitir aðgang að doktorsnámi í lyfjavísindum og skyldum greinum á Íslandi. Að því tilskyldu að nemandi útskrifist með fyrstu einkunn.

Sjá nánari upplýsingar um samsetningu náms í lyfjavísindum til MS-prófs í kennsluskrá HÍ.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Nemandi skal hafa lokið BS-prófi eða öðru samsvarandi prófi með 6.5 í lágmarkseinkunn

Félagslíf

Félag lyfjafræðinema Tinktúra heldur uppi félagslífi og stendur vörð um hagsmuni lyfjafræðinema. Tinktúra er aðili að alþjóðlegum samtökum lyfjafræðinema, IPSF og EPSA sem sjá um að miðla upplýsingum milli nemenda um þróun og nýjungar í náminu og störfum lyfjafræðinga. Tinktúra er aðili að IAESTE, alþjóðlegum samtökum nema í raun- og heilbrigðisvísindum.

Hafðu samband

Skrifstofa Lyfjafræðideildar
Haga, Hofsvallagötu 53, 3. hæð
Sími 525 4353
lyf@hi.is

Opið virka daga kl. 10-12 og 13-15