Skip to main content

Lyfjafræði

Lyfjafræði

120 einingar - MS gráða

. . .

Í MS-námi í lyfjafræði er áhersla lögð á sérhæfingu og rannsóknavinnu og fá nemendur þjálfun í að vinna sjálfstætt að vísindarannsókn undir leiðsögn. Þeir sem lokið hafa MS-námi lyfjafræði geta sótt um starfsleyfi lyfjafræðings.

Um námið

MS-nám í lyfjafræði er tveggja ára 120e nám. Í MS-námi í lyfjafræði eru eingöngu kenndar hinar ýmsu sérgreinar lyfjafræðinnar auk 30 eininga rannsóknaverkefnis. 

Þeir sem lokið hafa MS-námi í lyfjafræði og lokið starfsþjálfun geta sótt um starfsleyfi lyfjafræðings til Embætti landlæknis.

Skipulag

Skipulag námsins tekur mið af því sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum og Evrópu og að námið uppfylli kröfur Evrópusambandsins um menntun lyfjafræðinga. Útskrifaðir nemendur hafa því kost á að nýta menntun sína til starfa á erlendum vettvangi. 

Sjá nánari upplýsingar um samsetningu náms í lyfjafræði til MS-prófs í kennsluskrá HÍ.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BS-próf í lyfjafræði með einkunn 6,5 eða hærri.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Ísak Máni Stefánsson
Magdalena Margrét Jóhannsdóttir
Lyfjafræði - MS nám

Gott nám byggir ekki eingöngu góðan grunn hjá nemendum á faginu heldur undirbýr þá til þess að takast á við raunveruleg verkefni á almennum vinnumarkaði eftir útskrift. Á þetta sérstaklega vel við um svo lifandi fræðigrein og lyfjafræðin er, en hún er sífellt að þróast og breytast. Að mínu mati tókst Lyfjafræðideild Háskóla Íslands mjög vel til í þessum efnum og get ég því svo sannarlega mælt með henni.

Ísak Máni Stefánsson
Lyfjafræði - MS nám

Ég valdi lyfjafræði vegna þess að það er fjölbreytt og alþjóðlegt nám sem er skemmtileg blanda af efnafræði og lífeðlisfræði, auk þess að snerta lítillega greinar félagsvísinda. Lyfjafræðingar eru eftirsóttir starfsmenn og þeir gegna mikilvægum störfum sem tengjast flestum sviðum heilbrigðisgeirans. Sem dæmi má nefna uppgötvun og þróun nýrra lyfjavirkra efna, markaðssetningu, rannsóknum og að veita almenningi og heilbrigðisstarfsfólki lyfjafræðilega þjónustu. Lyfjaiðnaðurinn á Íslandi fer hratt vaxandi sem býður upp á spennandi framtíðar möguleika.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Lyfjafræðideild kappkostar að útskrifa lyfjafræðinga með fyrsta flokks menntun, hvort sem þeir kjósa að fara beint til starfa í atvinnulífinu eða hyggja á framhaldsnám hér á landi eða erlendis.

Fjölbreytt nám á breiðum grunni gerir lyfjafræðinga eftirsótta í atvinnulífinu og þeirra bíða spennandi atvinnutækifæri að námi loknu. Lyfjafræðingar starfa víða en algengast er að þeir starfi í lyfjaiðnaði, í apótekum, við markaðsmál eða á sjúkrahúsum.

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

  • Framleiðsla og hönnun lyfja
  • Gæðaeftirlit og skráning
  • Inn- og útflutningur lyfja og markaðsmál
  • Ráðgjöf, eftirlit, stjórnun og afgreiðsla lyfja í apótekum
  • Ráðgjöf til annarra heilbrigðisstarfsmanna
  • Skipulag og eftirlit með lyfjameðferð
  • Framleiðsla lyfja- og næringablanda

Félagslíf

Félag lyfjafræðinema Tinktúra heldur uppi félagslífi og stendur vörð um hagsmuni lyfjafræðinema. Tinktúra er aðili að alþjóðlegum samtökum lyfjafræðinema, IPSF og EPSA sem sjá um að miðla upplýsingum milli nemenda um þróun og nýjungar í náminu og störfum lyfjafræðinga. Tinktúra er aðili að IAESTE, alþjóðlegum samtökum nema í raun- og heilbrigðisvísindum.

Hafðu samband

Skrifstofa Lyfjafræðideildar
Haga, Hofsvallagötu 53, 3. hæð
Sími 525 4353
lyf@hi.is

Opið virka daga kl. 10-12 og 13-15