Skip to main content

Lýðheilsuvísindi

Lýðheilsuvísindi

120 einingar - MPH gráða

. . .

Hefur þú áhuga á að bæta heilsu samfélaga og samfélagshópa með fyrirbyggjandi aðgerðum og forvarnarstarfi? Viltu öðlast þjálfun í aðferðum og túlkun rannsókna á heilsufari og áhrifavöldum þess? Þá er nám í lýðheilsuvísindum fyrir þig.

Um námið

MS-nám í lýðheilsuvísindum er tveggja ára (120e) þverfræðilegt nám sem er ætlað nemendum með ólíkan fræðabakrunn sem hafa hug á rannsóknum á heilsu og áhrifaþáttum heilbrigðis.

Námið skiptist í:

 • Kjarnanámskeið (44e)
 • Valnámskeið (16-46e)
 • Lokaverkefni (30 eða 60e)

Nánar um námið í kennsluskrá.

Í lýðheilsuvísindum er leitast við að svara nokkrum mikilvægustu spurningum samfélagsins:

 • Hvernig er heilsan?
 • Hvernig líður okkur?
 • Hvernig getur okkur liðið betur?

Með beittum rannsóknaraðferðum geta lýðheilsuvísindin greint áhrifavalda heilbrigðis og þannig skapað þekkingargrunn sem nauðsynlegur er til stefnumótunar á sviði forvarna og heilsueflingar. 

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Umsækjendur um meistaranám í lýðheilsuvísindum þurfa að hafa lokið BS, BA prófi eða jafngildri prófgráðu frá háskóla. Ekki er gerð krafa um grunnnám í ákveðnum námsgreinum, en skipulag námsins gerir ráð fyrir að nemendur hafi bakgrunn í aðferðafræði. Við mat á umsækjendum er tekið mið af nokkrum þáttum úr grunnnámi auk þess sem nemendur þurfa að skila greinagerð um fræðilegt áhugasvið og rannsóknarmarkmið.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu 

Námið er góður undirbúningur fyrir þá sem vilja helga sig rannsóknum eða ætla sér leiðtogahlutverk á hinum fjölmörgu sviðum heilbrigðismála.

Starfsvettvangur að loknu nám í lýðheilsuvísindum er mjög fjölbreyttur.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang:

 • Vinna við rannsóknir
 • Fræðsla
 • Stefnumörkun
 • Stjórnun
 • Heilsuefling
 • Forvarnir

Félagslíf

Nemendafélagið Iðunn sér m.a um vísindaferðir og nemendafagnaði. Félagið hefur tekið á móti erlendum nemendum sem hingað hafa komið á málþing, svo fátt eitt sé nefnt. Iðunn sér líka um skipulag mentorakerfis þar sem nýir nemendur fá úthlutað stuðningsfélaga úr hópi eldri nema. Allir nemendur lýðheilsuvísinda eru sjálfkrafa meðlimir í Iðunni.

Facebooksíða Iðunnar

Hafðu samband

Miðstöð í lýðheilsuvísindum
Sturlugötu 8, 101 Reykjavík
Sími 525 4956
Netfang: publichealth@hi.is

Finndu okkur á Facebook

Netspjall