
Lýðheilsuvísindi
120 einingar - MPH gráða
Hefur þú áhuga á að bæta heilsu samfélaga og samfélagshópa með fyrirbyggjandi aðgerðum og forvarnarstarfi?
Viltu öðlast þjálfun í aðferðum og túlkun rannsókna á heilsufari og áhrifavöldum þess?
Þá gæti nám í lýðheilsuvísindum verið fyrir þig.

Um námið
Meistaranám í lýðheilsuvísindum er fjölbreytt og hagnýtt nám þar sem áhersla er á undirstöðuþekkingu á áhrifavöldum heilbrigðis, forvörnum og heilsueflandi aðgerðum.
Nemendur fá hagnýta þekkingu í framkvæmd heilbrigðisrannsókna og útfærslu forvarnaraðgerða.

Þverfræðilegt framhaldsnám
Fjölbreytt úrval valnámskeiða, þvert á deildir háskólans, gerir nemendum kleift að móta námið og rannsóknarverkefni að sínu áhugasviði.
Kjörsvið eru:
- Heilsa og lífstíll
- Hnattræn heilsa
Umsækjendur um meistaranám í lýðheilsuvísindum þurfa að hafa lokið BS, BA prófi eða jafngildri prófgráðu frá háskóla. Ekki er gerð krafa um grunnnám í ákveðnum námsgreinum, en skipulag námsins gerir ráð fyrir að nemendur hafi bakgrunn í aðferðafræði. Við mat á umsækjendum er tekið mið af eftirfarandi:
- Frammistöðu í grunnnámi. Að öllu jöfnu er gerð krafa um fyrstu einkunn og/eða raðeinkunn úr efsta þriðjungi í viðkomandi útskriftarárgangi.
- Árangur í einstökum námskeiðum í grunnnámi (t.d. aðferðafræði).
- Greinargerð umsækjanda um fræðilegt áhugasvið og markmið.