Skip to main content

Lögfræði

Lögfræði

180 einingar - Doktorspróf

. . .

Markmið doktorsnáms í lögfræði er að nemendur öðlist fræðilega færni og þjálfun í aðferðafræði lögfræðinnar og að þeim gefist kostur á að dýpka og auka þekkingu sína á ákveðnum sviðum lögfræðinnar, búa þá undir ákveðin ábyrgðarstörf í þjóðfélaginu, vísindastörf innan háskólasamfélagsins og alþjóðlegt rannsóknatengt samstarf.

Markmið doktorsnáms í lögfræði er að nemendur öðlist fræðilega færni og þjálfun í aðferðafræði lögfræðinnar og að þeim gefist kostur á að dýpka og auka þekkingu sína á ákveðnum sviðum lögfræðinnar, búa þá undir ákveðin ábyrgðarstörf í þjóðfélaginu, vísindastörf innan háskólasamfélagsins og alþjóðlegt rannsóknatengt samstarf. 

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

MA-próf í lögfræði frá Háskóla Íslands eða sambærilegt próf í lögfræði frá öðrum háskóla með 1. einkunn.

Umsagnir nemenda

Fredrik Erik Carl Hansson
Meistaranemi í LL.M í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti

When comparing different LL.M. Programs in Europe related to Environmental Law, I found the one at the University of Iceland to be the most suitable. The Program provided the right specialisation courses, it was all in English and it had both the EU and the international dimension. In the well composed broad selection of courses, there was always a possibility to put focus on environmental issues, for example, in presentations or student papers. Attending the Program also gave a great opportunity to exchange experiences with other students from both Europe and other parts of the world, with an interest in the same legal field.

Hafsteinn Dan Kristjánsson
Lögfræði, mag. jur.

Með námi við Lagadeild Háskóla Íslands er lagður traustur grundvöllur fyrir starf lögfræðingsins sem og fyrir frekara nám t.d. á erlendum vettvangi. Ástæður þess eru þær að skipulag námsins miðar að því að gefa nemendum í BA-námi breiða og haldgóða þekkingu á helstu grunnsviðum réttarins. Síðan gefst nemendum í meistaranámi kostur á því að byggja frekar á þessum grunni og nema sérhæfðari réttarsvið, allt eftir áhugasviði hvers og eins. Sú dýpt, sá hraði og þær kröfur sem gerðar voru við Lagadeild Háskóla Íslands reyndist mér vera afskaplega góður undirbúningur fyrir frekara nám á erlendri grundu. Var það þegar ég stundaði nám við lagadeildir háskólanna í Oxford og Harvard árin 2012 og 2013. Til viðbótar þessu hefur mér fundist sú áhersla sem er lögð á aðferðafræði við deildina hafa búið mig einkar vel undir frekara nám og störf eftir útskrift.

Óli Dagur Valtýsson
Meistaranemi í lögfræði

Það var alltaf draumur minn að stunda nám erlendis. Skiptinám á vegum Lagadeildar og skrifstofu alþjóðasamskipta HÍ var því tilvalinn kostur. Sú borg sem varð fyrir valinu var höfuðborg Tékklands, Prag. Borgin er gullfalleg, sagan og menningin mjög áhugaverð og ekki skemmir verðlagningin fyrir! Skólinn sem ég sótti námið í heitir Charles University. Hann var stofnaður árið 1348 og er einn af elstu háskólum heims. Námið var áhugavert og skemmtilegt, með sérstakri áherslu á löggjöf Evrópusambandsins. Ég mæli hiklaust með því að fara í skiptinám. Fyrir utan það að nema á öðru tungumáli og kynnast nýjum kennurum með ólíkar kennsluaðferðir, þá er sú reynsla ómetanleg að búa í öðru landi og eignast vini frá ólíkum menningarheimum.

Diljá Mist Einarsdóttir
Meistaranemi í LL.M í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti

I chose the LL.M. program at the University of Iceland to expand my knowledge in this specialized area. It was then a pleasant surprise to find out that a large part of the program was useful basic European law. In addition to exciting subjects, the program offers ambitious teaching and highly motivated professors. I was therefore very pleased with my choice and feel I have expanded my horizons greatly.

Hrefna Dögg Gunnarsdóttir
Lögfræði, mag.jur.

Námið í Lagadeild Háskóla Íslands hefur nýst mér afskaplega vel í störfum mínum, bæði sem lögmaður og í rannsóknum, meðal annars fyrir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þar tel ég hafa skipt megin máli að hafa fengið að njóta þess að læra undir leiðsögn góðra kennara deildarinnar og að hafa fengið tækifæri til að aðstoða við rannsóknir og kennslu á meðan á náminu stóð. Bæði kennarar og annað starfsfólk deildarinnar eru að auki í góðum tengslum við nemendur. Í deildinni eignaðist ég síðan afar góða vini og félaga en það gerði lífið í Lagadeild auðvitað einstakt.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Sá sem hefur lokið doktorsprófi frá Lagadeildinni ber próftitilinn Philosophiae Doctor (Ph.D.).

Texti hægra megin 

Með námi við Lagadeild Háskóla Íslands er lagður traustur grundvöllur fyrir starf lögfræðingsins sem og fyrir frekara nám t.d. á erlendum vettvangi. Ástæður þess eru þær skipulag námsins miðar því gefa nemendum í BA-námi breiða og haldgóða þekkingu á helstu grunnsviðum réttarins. Síðan gefst nemendum í meistaranámi kostur á því að byggja frekar á þessum grunni og nema sérhæfðari réttarsvið, allt eftir áhugasviði hvers og eins.

Seigla félag doktorsnema

Seigla er félag doktorsnema á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Markmið Seiglu er að stuðla að öflugu félagslífi og tengslamyndun doktorsnema sviðsins. Félagið stendur fyrir reglulegum uppákomum innan og utan veggja háskólans. 

Hafðu samband

Skrifstofa Lagadeildar
1. hæð, Gimli v. Sæmundargötu
lagadeild@hi.is
Sími: 525-4386/4387/4376

Opnunartími
Mán-fös 10:00-12:00 og 13:00-15:30

Þjónustuborð Félagsvísindasviðs

Netspjall