
Lögfræði, auðlindaréttur og alþjóðlegur umhverfisréttur
90 einingar - LL.M. gráða
Við Lagadeild Háskóla Íslands er boðið upp á sérhæft nám fyrir lögfræðinga sem vilja sérhæfa sig í lagareglum sem gilda um auðlindir og umhverfi með áherslu á íslensk, evrópsk og alþjóðleg sjónarmið. Námið fer eingöngu fram á ensku.

Um námið
Námið er 90 ECTS einingar, þar af 30 eininga lokaritgerð. Hægt er að ljúka náminu á einu ári með því að skrifa ritgerðina um sumar en það er ekki skilyrði. Nemendum stendur til boða að ljúka náminu á lengri tíma en einu ári, sem gerir námið að spennandi kosti fyrir fólk sem hefur áhuga á náminu samhliða vinnu.

Um próf
Skv. reglum um alþjóðlegt meistaranám í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti er heimilt skv. umsókn frá nemanda, að veita honum undanþágu frá því að þreyta próf í einstökum námskeiðum, enda sýni hann fram á með viðeigandi gögnum að hann hafi þegar stundað sambærilegt nám á meistarastigi við aðra háskóla. Meistaranema er skylt að þreyta próf í öðrum námskeiðum í meistaranámi.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is
Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15
Sími: 525 4500
