
Ljósmóðurfræði til starfsréttinda
MS gráða
Viltu vinna fjölbreytt starf sem felur í sér stuðning við verðandi foreldra, heildræna umönnun, fræðslu, ráðgjöf og forvarnir?
Hefur þú áhuga á starfi sem felur í sér persónuleg tengsl við verðandi móður og fjölskyldu hennar á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu?
Viltu starfa við krefjandi, skemmtileg og gefandi verkefni?
Þá gæti nám í ljósmóðurfræði hentað þér!

Um námið
Nám í ljósmóðurfræði (120e) er tveggja ára fræðilegt og klínískt nám eftir BS-nám í hjúkrunarfræði.
Náminu lýkur með meistaragráðu í ljósmóðurfræði sem tryggir starfsréttindi eftir að sótt hefur verið um ljósmóðurleyfi til Embættis landlæknis.

Breytt námskrá 2019
Með breyttri námsskrá í ljósmóðurfræði haustið 2019 var námsleiðin kandídatsnám í ljósmóðurfræði felld niður. Í staðinn lýkur námi í ljósmóðurfræði með meistaragráðu til starfsréttinda.