Ljósmóðurfræði, cand. obst. gráða | Háskóli Íslands Skip to main content

Ljósmóðurfræði, cand. obst. gráða

""

Ljósmóðurfræði, cand. obst. gráða

. . .

Viltu vinna fjölbreytt starf sem felur í sér umönnun, fræðslu og ráðgjöf, stuðning við verðandi foreldra, forvarnir og samvinnu við annað fagfólk í heilbrigðisþjónustunni? 

Þá gæti nám í ljósmóðurfræði hentað þér!  

Athugið að breyting hefur orðið á fyrirkomulagi námsins. Nýir nemendur sækja um Ljósmóðurfræði til starfsréttinda

Um námið

Kandídatsnám í ljósmóðurfræði (120e) er tveggja ára nám eftir BS-nám í hjúkrunarfræði.

Námið felur í sér 64e fræðilegt nám með 8e lokaverkefni og 48e starfsþjálfun (1600 stundir).

Náminu lýkur með kandídatsprófi og réttindum til þess að sækja um starfsleyfi ljósmóður á Íslandi.

Nánar um námið.

Breytingar á námsskrá

Með breytingu á námsskrá í ljósmóðurfræði haustið 2019 var námsleiðin kandídatsnám í ljósmóðurfræði felld niður, í staðinn mun námi í ljósmóðurfræði ljúka með meistaragráðu til starfsréttinda.

Nánari upplýsingar um breytingar á námsskrá má finna hér.

Umsagnir nemenda

Ella Björg Rögnvaldsdóttir
Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir
Ella Björg Rögnvaldsdóttir
ljósmóðurfræðinemi

Ég valdi mér ljósmóðurfræði þar sem mér finnst starfsvettvangur ljósmæðra heillandi og fátt sem ég get hugsað mér betra en að vera fólki innan handar á jafn áhrifamiklum tíma í lífinu og í barneignaferlinu. Námið er fræðilegt en í senn mjög klínískt, krefjandi en skemmtilegt. Það sem helst hefur komið á óvart er hve fjölbreyttur starfsvettvangur ljósmæðra er. Rúsínan í pylsuendanum er svo að vera í svona litlum bekk þar sem myndast fljótt þéttur vinahópur.

Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir
ljósmóðurfræðinemi

Ég hafði gengið með ljósmóðurdrauminn í maganum í nokkur ár þegar ég loksins lét slag standa og sótti um. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Námið er mjög skemmtilegt og við sem hófum nám á sama tíma höfum tengst sterkum vinaböndum. Námið er einnig að miklum hluta verklegt og það hefur verið krefjandi en jafnframt yndislegt að fá að fylgja konum og fjölskyldum þeirra í gegnum barneignarferlið.  Ljósmóðurstarfið er líka fjölbreyttara en ég hafði séð fyrir sjálf. Ég hlakka til geta kallað mig ljósmóður.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Náminu lýkur með réttindum til þess að sækja um starfsleyfi ljósmóður á Íslandi. Starf ljósmæðra er fjölbreytt, þær vinna m.a. við meðgönguvernd og fósturgreiningu, fæðingarhjálp, sængulegu og brjóstagjöf, forvarnir og ráðgjöf um kven- og kynheilbrigði. Ljósmæður starfa sjálfstætt innan og utan stofnana og próf í ljósmóðurfræði gefur möguleika á að starfa erlendis.

Hægt er að fá hluta námsins metið inn í MS-náms í ljósmóðurfræði. Við deildina fer fram öflugt rannsóknastarf og nemendur í framhaldsnámi eiga kost á því að tengjast alþjóðlegu rannsóknasamstarfi.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Sjúkrahús
  • Heilsugæslustöðvar
  • Leitarstöðu Krabbameinsfélagsins
  • Einkafyrirtæki
  • Heimafræðingar og heimaþjónusta
  • Kennsla og rannsókn

Hafðu samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9 - 14