Skip to main content

Líkan spáir fyrir um hámarksúrkomu

Óli Páll Geirsson, doktorsnemi við Raunvísindadeild

Rysjótt tíð í vetur, þar sem skipst hafa á úrkoma í formi snævar og rigningar, hefur verið mörgum til ama enda hefur slíkt tíðarfar mikil áhrif á færð um landið. Mælingar á úrkomu í svo miklu magni koma hins vegar Óla Páli Geirssyni, doktorsnema í tölfræði, til góðs því hann hefur unnið að þróun tölfræðilíkans um hámarksúrkomu á Íslandi.

Óli Páll Geirsson

Óli bendir á að þar sem veðurfræðilíkön ráði illa við að spá fyrir um hámarksúrkomu þurfi bæði að styðjast við veðurfarsmælingar og gögn úr veðurfræðilíkönum til að fá betra mat á hegðun hámarksúrkomu.

Óli Páll Geirsson

„Upphaflegt meginmarkmið doktorsverkefnisins var að þroa tolfræðilíkan til að meta likindadreifingar hamarksúrkomu í sérhverjum punkti a þettu neti yfir Islandi þar sem notast yrði bæði við mæld gogn fra veðurathugunarstöðvum og gögn fengin úr veðurfræðilíkönum. Hins vegar kom fljótt í ljós við smíði líkansins að nutima reikniaðferðir til að meta likon af þessu tagi gengu annaðhvort of hægt eða ekki. Þvi var ljost að það þurfti að þroa nyja almenna reikniaðferð til að meta likanið sem væri nægjanlega hroð,“ segir Óli sem þegar hefur lokið þróun þeirrar reikniaðferðar og hefur hún fengið nafnið MCMC-aðskilnaðarhermun.

Óli bendir á að þar sem veðurfræðilíkön ráði illa við að spá fyrir um hámarksúrkomu þurfi bæði að styðjast við veðurfarsmælingar og gögn úr veðurfræðilíkönum til að fá betra mat á hegðun hámarksúrkomu. „Með því að notast við fyrirliggjandi þekkingu um úrkomu í formi veðurfræðilíkana og tölfræðiaðferðir sá ég spennandi leið til þess að þróa tölfræðilega aðferð til að spá fyrir um hegðun hámarksúrkomu þar sem ekki eru til mælingar,“ segir hann enn fremur um verkefnið.

Aðspurður segist Óli alla tíð hafa haft mikinn áhuga á stærðfræði en hann lagði áherslu á líkindafræði og tölfræði í grunnnámi í Háskóla Íslands. „Svo þegar tækifæri bauðst, sem var bæði áskorun frá stærðfræðilegu og reiknilegu sjónarhorni, stóðst ég ekki mátið.“

Óli segir tölfræðilíkanið fyrir hámarksúrkomu þegar hafa verið sett fram og uppfylli sett skilyrði og markmið. Hann bíður þess að birta vísindagrein um niðurstöður sínar. „Ein af lokaafurðum verkefnisins er kort af hámarksúrkomu fyrir Ísland. Af kortinu verður hægt að lesa hvar mestu hámarksúrkomuatburðirnir eiga sér stað og hversu miklir þeir verða í sérhverjum punkti netsins. Þar sem kortin sýna áætlaða hegðun hámarksúrkomu á stöðum þar sem ekki eru til mælingar, gætu þau komið að goðum notum við honnun bygginga og aætlanagerð,“ segir hann að endingu.

Leiðbeinandi: Birgir Hrafnkelsson, dósent við Raunvísindadeild.

Óli lauk doktorsnámi frá Háskóla Íslands 2015.